AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Side 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Side 35
Vogar á Vatnsleysuströnd þar sem Búmenn eiga 10 íbúðir í 5 parhúsum. / Vogar in Vatnsleysuströnd where Búmenn own 10 ftats in five semi-detached houses. úr stærri eignum í minna húsnæði og þá skapar bílskúrinn svigrúm sem oft er mjög kærkomið. Búmenn sækjast einnig eftir yfirbyggðum svölum á fjölbýlishúsaíbúðunum og útipöllum sem viðbót við stofu eða eldhús og gróðurskálum, en þeir gefa einnig aukið svigrúm til athafna. Áhersla hefur verið lögð á bygg- ingu 2ja og 3ja herbergja íbúða með fyrrgreindum möguleikum á viðauk- um. Þriggja herbergja íbúðin er eftir- sóknarverðari vegna þess að hún gefur möguleika á herbergi sem nýta má á ýmsan máta, sem vinnuher- bergi, gestaherbergi eða svefnher- bergi t.d. ef um tímabundin veikindi er að ræða. Búmenn finna fyrir vaxandi áhuga á íbúðargerðum í parhúsum, rað- húsum og jafnvel litlum einbýlishús- um. Félagið mun því vinna ötullega að því að sinna þeirri ósk. Ýmsar hugmyndir eru uppi hjá Búmönnum um það hverngi auka megi við svigrúm félagsmanna og vinna að fjölþættari úrræðum í sambandi við þau mál. T.d. hefur á stærsta byggingarsvæði félagsins, þar sem reistar voru 80 íbúðir, verið byggt lítið félagshús sem er sameign (búanna og undir þeirra stjórn. Húsið er ætlað fyrir fjölbreytilegt samkomu- hald, fræðslu- og félagsstarf. Þá er þar geymsla fyrir ýmislegt sem heyrir til umhirðu sameiginlegrar lóðar og afdrep til viðgerða fyrir umsjónar- mann íbúðanna. Búmenn eru nú að móta hugmyndir um fjölþættari þjón- ustu við eldra fólk. Ein hugmynd- anna ber vinnuheitið „heimilisvernd1' en fullmótuð á hún að koma til móts við eldri borgara sem þurfa á dag- legri þjónustu að halda en geta samt og óska eftir að eiga sinn samastað þar sem þeir ráða ríkjum. Þá hafa Búmenn hafið sam- vinnu við sveitarfélög þar sem félagið tekur að sér að standa fyrir framkvæmdum og fjármögnun á uppbyggingu ýmis konar þjónustu- húsnæðis sem auðveldar þjónustu við okkar félagsmenn á fjölmörgum sviðum á viðkomandi stað. Við vitum að sjálfstæði, fjárhagslegt og félagslegt öryggi auk heilsunnar eru atriðin sem skipta einna mestu máli í lífi fólks. Þess vegna leggjum við áherslu á að Búmannaíbúðirnar, uppbygging þeirra og umhverfi styrki svo sem kostur er tilfinningar og möguleika manna á því að lifa lífinu lifandi sem allra lengst ■ avs 35

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.