AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Page 65

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Page 65
terrazzo gólfi og stiginn góðkunni fylgir manni upp á þriðju hæð þar sem einnig er búið að opna allt rýmið og loftgluggarnir veita salnum áhrifamikla dagsbirtu. Ferð gesta lýkur þar sem gengið er í gegnum op á gamla suðurgaflinum og inn á svalir sem veita annarsvegar yfirsýn niður í nýja forsalinn og hins vegar útsýni til vesturs út um glugga í átt að Háskólabókasafninu. Af svölun- um er gengið niður á aðra hæð eftir útvegg nýja sívalningsins í björtum tröppugang. Gangurinn veitir and- stæðu við dempuð sýningarsvæðin og miðja vegu er hár gluggi sem veitir útsýni í hásuður yfir koparþakið á nýjum glerinngangi, aðalbyggingu Háskólans og bílastæði safnsins. Gangurinn endar við annað op á gamla suðurgaflinum og stórum glugga á austurhlið með útsýni yfir veitingaskálann og háskólastiginn. Handan opsins tekur stiginn mikli aftur við gestum sem beinir þeim nú niður í forsal og kaffiilm veitinga- skálans. Þar er hægt að staldra við áður en gengið er út um ferhyrndan glerinnganginn þar sem við blasir háskólasvæðið, aðstaða vélknúinna ökutækja og íslensk veðrátta. Eftir nokkrar ferðir í safnið frá opnun er viðloðandi sú tilfinning undirritaðs að safnið sé þegar á mörkum þess að anna aðsókn. Nýr suðurínngangur Þjóðminjasafnsins. / The Museum’s new entranœ. Ljóst er að arkitektar Hornsteina hafa náð að opna Þjóðminjasafnið til muna og veita því veglega umgjörð sem nýtist sýningarhaldi mun betur en upprunalegt safn. Arkitektarnir Ólafur, Ögmundur og Ragnhildur hafa náð að leyfa safninu að njóta sín þar sem þungamiðjan í arki- tektúr safnsins er enn stigi. Stiginn og umgjörð hans eiga eflaust eftir að verða andlit Þjóðminjasafnsins um ókomin ár, og vert að veita því athygli hvort breyttur suðurgaflinn verði dæmigerður fyrir nýfunkisstíl. ■ j___________i Grunnmynd; fyrsta hæð. / Ground floor plan.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.