AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Page 78

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Page 78
ARKITEKTÚR / ARKETECTURE Eden-garðurinn í Cornwall í Englandi eftir Nicholas Grimshaw Halldóra Arnardóttir, listfræðingur og Javier Sánchez Merina, arkitekt Við þurfum ekki að snúa aftur til frumkofans til þess að finna jafnvægi við náttúr- una. Fáguð hátækni stærsta lystigarðs heims er kennsl- uefni í vistfræði og fyrirmynd um notkun endurunninna efna. Eden-verkefnið varð til út frá þeirri þörf að upplýsa hvernig hægt væri að endurheimta tengsl við náttúr- una og lifa með henni. Því til fram- dráttar gerði arkitekt þess, Bretinn Nicholas Grimshaw, rannsóknir á mjög léttum burðargrindum til þess að geta grætt landslag úr sárum sínum eftir námugröft. Á meðan á framkvæmdum stóð og við bygg- ingu Eden-verkefnisins þróuðu samstarfsmenn Grimshaw kerfi sem mældi vistvæni þess og segði til um áhrif burðargrindarinnar á gróður, náttúrlegar auðlindir, andrúmsloftið og næstu bæjarfélög. Þessi viðleitni varð til þess að Grimshaw arkitektar gerðist fyrsta stóra arkitektastofan sem uppfyllti alþjóðastaðalinn ISO 14001, en hann er staðfesting á því markmiði að vernda umhverfið og koma í veg fyrir mengun í samræmi við þjóðfélagslegar og efnahagslegar þarfir. Nú hefur arkitektastofa Grimshaw þróað, sem hluti af hönnunarferlinu, sitt eigið endurskoðunarkerfi, undir nafninu EVA (Environmentally Viable Architecture), sem metur áhrif hvers verkefnis frá upphafi hönnunarferils- ins til lokastigs byggingarinnar. Eden-verkefniö Stofnandi þess, Tim Smit, er holl- enskur mannfræðingur, tónsmiður og tónlistarframleiðandi, sem varð þekktur fyrir að endurgera hina ein- stöku Týndu Heligan garða (‘The Lost Gardens of Heligan') í Cornwall. Þessir garðar, sem upprunalega voru frá Víktoríutímanum og ein- kenndust af frumstæðum plöntum og nýjungagjörnum aðferðum við grænmetisræktun, höfðu algjörlega eyðilagst árið 1990 þegar óveður gekk yfir England. Smit tókst að gera garðana aftur sjálfbæra og hafa þeir síðan orðið mest heimsóttu einkagarðar í Bretlandi. Árið 1996 vildi Smit ná til stærri áheyrendahóps og miðla til hans mikilvægi þess að byggja upp sterk- ari tengsl milli mannsins og gróður- ríkisins. Hann stóð því fyrir stofnun Eden-verkefnisins, umfangsmikils garðs með þúsundum plantna frá ólíkum heimshlutum og loftslagi. Þetta átti ekki eftir að vera venjulegt stórt gróðurhús, né heldur tema- garður, aðalmarkmið hans var að hvetja gestina til að læra að finna jafnvægi við náttúruna. í leit sinni að viðeigandi stað fann Smit svæði nærri St. Austell á skaganum í suðvestur-Englandi sem nýtur hlýju Golfstraumsins. Þetta var stór leirnáma sem hætt hafði verið að nota og samsvaraði 35 fótbolt- avöllum að stærð og var 60 metra djúp. Smit bað Nicholas Grimshaw Hrífning Nicholas Grímshaw (f. 1939) af „dýrslegum" þökum varð fyrst vart í hönnun hans á alþjóðlegu járnbrautarstöðinni Waterloo í London (1993). Áhuga hans á burðarvirkjum er ekki aðeins hsegt að rekja til einstakrar verkfræðihefðar Breta, annar langafi hans var einn þeirra sem stofnuðu vatnsveitu- og heilbrigðiskerfi í Dublín og hinn byggði vatnsveitur í Egyptalandi. (Mynd: Udo Hesse). / The fascination of Nichoias Grimshaw (b. 1939) with „animal" roofs first became apparent in his design for the international railway terminal at Waterloo in London (1993). His interest in supporting structures can not only be traced to the British engineering tradition, one of his grandfathers took part in the foundation of the water supply and health system in Dubiin and his other grandfather built the waterworks ofEgypt. (Photo: Udo Hesse). 78 QVS

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.