Harmonikublaðið - 15.09.2020, Side 2
Kæru félagar og vinir
Sumri hallar, hausta fer. Kominn er september
og engar hafa verið útihátíðirnar frekar en
landsmót í sumar. Þá tók stjórn sambandsins
ákvörðun um að ekkert verði af aðalfundi
sambandsins sem vera átti í Miðfirðinum
núna í september í boði Dalamanna og
Húnvetninga. Næsti aðalfundur SIHU
verður því væntanlega haustið 2021 í
Miðfirðinum og mun stjórn leggja til að
stjórnarkosningar þá verði með sama hætti
og orðið hefði í haust. Þannig verði líðandi
ár ekki tekið með í setu stjórnarmanna SÍHU,
enda var helsta verkefni starfsársins að halda
landsmót sem var jú frestað um eitt ár.
Já, engar voru útihátíðirnar í ár, samkomuboð
og bönn stjórnuðu því. En þrátt fyrir allar
skerðingar hafa harmonikufélagar þó hist í
smærri hópum, gert sér glaðan dag og látið
harmonikuna hljóma. Eg er nú búin að
fylgjast með félögum okkar og því sem þeir
setja á fésbókina, m.a. að skemmta sér á
Norðfirði og Borg í Grímsnesi og ekki get ég
sagt með góðri samvisku að ég öfundi þau
ekki smá, en gaman hefur verið að spila
tónlistina sem þau hafa sett á netið. Vil ég
hvetja sem flesta félaga okkar til að deila
skemmtilegum samverustundum og tónlist
með okkur, t.d. á fésbók. Askorun til
harmonikuleikara að láta ekki hljóðfærið
rykfalla, heldur spila hver í sínu horni þar til
samæfingar leyfast. Svo bíðum við þess bara
að ástandið batni og þá fjölmennum við á
harmonikumótin og skemmtum okkur
saman. Það er landsmótsár framundan,
njótum þess vel!
Með harmonikukveðju,
Filippía Sigurjónsdóttir, formaður SIHU
• T' *■ »
Nikkólínufréttir
Hér í Dölum sem annars staðar hafa
samkomuhömlur og sóttvarnarreglur vegna
Covid-19 haft mikil áhrif á daglegt líf okkar
þetta árið. Starf Nikkólínu var með nokkuð
hefðbundnum hætti framanaf vetri en svo
kom Covid. Fljótlega var ákveðið að halda
ekki harmonikuhátíðina að Laugarbakka þetta
árið. Þannig fór svo sem um öll harmonikumót
sumarsins. Nú stefnum við Dalamenn og
Húnvetningar að því að halda Laugarbakka-
hátíðina 11.-13. júní 2021. Endilega takið
helgina frá og mætið þar, þetta hefur alltaf
verið alveg frábær skemmtun.
HUH og Nikkólína höfðu fyrirhugað að halda
aðalfund SÍHU í Hótel Laugarbakka núna í
september, en fundinum var frestað vegna
ástandsins. Við stefnum því ótrauð að því
núna að halda fundinn í september 2021.
Það hefur verið lítið um formlega spilamennsku
hjá Nikkólínu þessa mánuði, en félagar hafa
spilað í minni hópum við ýmis tækifæri.
Þannig hefur þetta verið hjá harmonikuunn-
endum í sumar, ekkert auglýst eða skipulagt,
en þar sem menn hittast á förnum vegi eru
hljóðfærin tekin til kostanna, spilað og sungið.
Við hittumst þó í Dalabúð í apríl og tókum
upp nokkur lög sem var skellt á YouTube,
Dalatónar 2020. Þar var að sjálfsögðu allra
sóttvarna og fjarlægðar gætt. Nikkólínufélagar
spiluðu þó á handverksmarkaði Ossu í
Króksfjarðarnesi á Reykhóladögum 26. júlí
sl. Það hefur verið fastur liður í starfinu
undanfarin ár. Þarna fengum við frábærar
viðtökur að vanda og að lokinni spilamennsku
afhenti formaður Össu öllum í hljómsveitinni
rauða rós með þökkum fyrir skemmtunina og
pantaði Nikkólínu til að spila á aðventunni.
Það ætlum við líka að gera.
Að lokum bestu kveðjur úr Dölum, með von
um bjarta tíð með blóm í haga.
SBH
Myndir: Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir og Erna
Einarsdóttir
Rikarður Jóhannsson slar taktinn í Króksjjarðarnesi
Spilað í Króksjjarðarnesi 26. júlí. Á harmonikur spila f.v. Jóhann Elísson, Sigvaldi Fjeldsted,
Eggert Antonsson, Melkorka Benediktsdóttir, Halldór Þ. Þórðarson, GuðbjarturA. Björgvinsson,
Ríkarður Jóhannsson d trommur, Hafliði Ólafsson d gítar og Kristinn Valdimarsson d bassa
Að lokum ein eldri mynd. Hér er spilað d Þorrablóti d Staðarfelli sennilega 1986.
A harmonikur leikaf.v. LdrusJóhannsson, Jón Benediktsson, RagnarIngiAðalsteinsson
og Guðbjartur A. Björgvinsson, d bak við glittir í Halldór Þ. Þórðarson sem er
trommuleikarinn í bandinu, aldrei þessu vant. Alveg einvala lið!
2