Harmonikublaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 10
á Isafirði ■ 1, Á f *'-M ■ >».Lr- ■ Kunnugleg andlit á safninu Góðir gestir voru mættir við opnunina Harmonikufélag Vestfjarða hefur undanfarin ár verið að hvetja Byggðasafn Vestfjarða til að koma Harmonikusafni Asgeirs S. Sigurðssonar betur fyrir sjónir almennings, en safnið hefur verðið undir þeirra verndarvæng undanfarin ár og í góðri umsjá. Síðastliðið haust var rætt við Jónu Símoníu Bjarnadóttur og skoðaðir möguleikar á að koma á sýningu. Ekki fékkst fjárveiting af rekstrarfé safnsins en Jóna Símonía fékk stuðning einstaklinga hér í bæ til að láta drauminn rætast. Hafist var handa við undirbúning um miðjan maí s.l. Verslunar- rými að Hafnarstræti 8, í eigu Kristjáns G. Jóhannssonar fékkst á afar góðum kjörum. Húsnæðið það sem hér um ræðir hýsti hér áður fyrr Finnsbúð. Var safnið opnað 19. júní og léku þeir Villi Valli, Baldur Geirmunds og Magnús Reynir af sinni snilld fyrir hina fjölmörgu gesti. Byggðasafnið setti upp- setningu sýningarinnar í hendur Finneyjar Rakelar Arnadóttur, sem þá var ný tekin til starfa sem safnvörður hjá Byggðasafni Vestfjarða. Eg bað Finneyju að lýsa upplifun hennar og aðkomu að þessu verki. /þessu fína rými við Hafnarstmti var reynt að notast viðþter hillur og búnaðsem var nú þegar þar inni. Möguleikar á röðun hillanna buðu upp á áhugaverðar framsetningar og fékk ég, Finney RakelArnadóttir, hana Rúnu Esradóttur tónlistarkennara við Tónlistarskóla Isafarðar sem meðal annars kennir á harmoniku við skólann til aðfinna lausnir sem gætu hentað en um leið tengt uppsetninguna við harmoniku- tónlistina. Sú stórgóða hugmynd kom upp að hillurnará veggnum gátu myndað undirspilsem margir harmonikuspilarar þekkja en það er Virðuleg dömuútgáfa afExelcior Accordiana hljómur spilaður í valstakti þ.e. bassi og svo milliraddir. Þetta undirspil er hœgt að nota við mörgsönglögeins og„Ifaðmifjalla blárra“. Vildi svo til að þetta átti eftir að koma stórskemmti- lega út. Leitast var eftir að finna harmonikur úr stóru safni sem á einhvern hátt skáru sig úr eða voru hluti af eftirhztisharmonikum Asgeirs sem áður hefur verið gert grein fyrir á fyrri sýningum til að mynda. Nokkrar hljómplötur fengu að jylgja með til gamans tileinkaðar harmonikutónlistinni með skemmtilegum og fjölbreyttum myndum á umbúðunum sem sum hverhafz vakið kátínu meðalgesta. Það má með sanni segja að rýmið hafi hentað mjög vel fyrir þessa litlu örsýningu og nokkuð var um það að gestirforvitnuðust um það hvort að harmonika einhvers ákveðins œttingja eða jjölskylduvinar vœri sýnd. Tryggvi Fjölnisson sumarstarfsmaður Byggða- safnsins hefur annast daglega yfirsetu, en safnið hefur verið opið eftir hádegi mánudag til föstudags og verður opið út ágúst. Við vonumst til að þetta sé bara upphafið og opið harmonikusafn verði að veruleika. Harmonikufélag Vestfjarða kann Byggða- safninu og starfsmönnum þess bestu þakkir fyrir framtakið, sem vonandi festist í sessi. ísafirði síðla ágúst 2020, Hafsteinn Vilhjálmsson formaður HV 10 Skoðið timaritis og flettið harmonikublöðum frá 1986

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.