Harmonikublaðið - 15.09.2020, Side 23
Guðmundur Óli, Gústaf, Úlla og Kristján Ölafs í Beituskúrnum
Jónas Pétur og Hildur Petra í aðlögun á Hildibrand hótelinu
söngkvöldið og stuðið var svo mikið að það
undirtók í fjöllunum svo mikil var stemmingin.
Eg get fullyrt að allir sem voru á Litlu
harmonikuhátíðinni skemmtu sér konunglega
eins og allsstaðar þar sem harmonikuunnendur
koma saman og afmælisbarnið ég fór sátt og
sælt í rúmið eftir vel heppnaða hátíð.
Litla harmonikuhátíðin vatt svo upp á sig og
var ég beðin um spil í bílskúrspartý, en það er
viðburður sem hjón í bænum eru búin að
standa fyrir í 4 ár á hverju þriðjudagskvöldi í
júní og júlí. En þetta var í fyrsta sinn sem fram
komu harmonikuleikarar. Ég var svo heppin
að fá með mér Andra Snæ harmonikubróður
og varð þetta hin besta skemmtun, heyrði ég
á eftir að fólk hafði verið mjög ánægt með
þessa nýbreytni.
Næst var ég beðin um spil í gömlu netagerðinni
þar sem listahátíðin Stálsmiðjan var opnuð og
fékk ég Omar Skarphéðinsson með mér
þangað og fengum við mjög góðar undirtektir.
Stálsmiðjan er 2ja daga myndlistar- og
tónlistarhátíð og hefur verið haldin samhliða
Eistnaflugi nema þetta ár þar sem Eistnaflugi
var aflýst.
Harmonikukveðja, Gyða Guðmundsdóttir
varaformaður Félags harmonikuunnenda í
Reykjavík
Myndir Gyða Guðmundsdóttir og Reynir
Elíesersson
armomkute
eyinga
Helstu fréttir eru þær að allt félagslíf var slegið
af frá marsbyrjun, af ástæðum sem öllum eru
kunnar, með þeirri undantekningu að okkur
tókst að halda grillkvöld í félagsheimilinu
Sólvangi á Tjörnesi 26. júní. Tókst það
ágætlega og var mæting góð enda lék veðrið
við okkur. Eftir matinn var tekið til við að
dansa og spiluðu þeir Strákabandsmenn Jóel
Friðbjarnarson, Kristján Kárason og Rúnar
Hannesson, en einnig tók Rúnar lagið með
Katrfnu Sigurðardóttur. Einn valinkunnur
harmonikuleikari frá Selfossi, Birgir
Hartmannsson, var kominn norður til að njóta
veðurblíðunnar. Hann lék með þeim Valbergi
Kristjánssyni frá Akureyri og Friðriki
Steingrímssyni af Mývatni, sem mættir voru
með sínar nikkur og spiluðu þeir allir vel og
lengi. Þá lék Friðrik eitt lag með barnabarni
sínu Sigurlaugu. Einnig voru þeim Margréti
Jónsdóttur og Davíð Jónssyni afhentir
afmælisbikarar í tilefni stórafmæla þeirra og
um leið viðurkenning fyrir störf þeirra.
Text og myndir: Sigurður Olafsson
Rúnar og Katrín á réttu róli
Birgir, Valberg og Friðrik á sviðinu í Sólvangi
Strákabandið hefur lengi leikiðfyrir dansi
23