Harmonikublaðið - 15.09.2020, Page 5
Æflng heima hjd Jóa Bjarna 2006 Á ferS um Sigöldu 2008
Krosskirkju í Austur-Landeyjum og
Þorlákskirkju í Þorlákshöfn. Gjarnan hafa
verið frumflutr ný lög við þessi tækifæri m.a.
eftir Jóa Bjarna og Hannes Birgi Hannesson.
Gaman er að geta þess að í Þorlákskirkju sátu
nokkrir fermingardrengir á fremsta bekk og
hafa þeir væntanlega verið skikkaðir til þess
að mæta í messu og voru ekki sérlega glaðir á
svip þegar nikkurnar voru dregnar upp en
þegar leið á messuna og sálmurinn „O þá náð
að eiga Jesú“ var jassaður upp að hætti þeirra
harla lítið sem undirritaður þurfti að gera, svo
vel var búið um hnúta alla hjá honum. Sú
nýlunda var tekin upp að af afloknum fundi
fóru allir bæði fundarmenn og makar í
rútuferð um Austur-Landeyjar og Fljótshlíð
áður en blásið var til hátíðarkvöldverðar og
kvöldskemmtunar að hætti okkar heimamanna.
Anægjulegur dagur í alla staði. Við
morgunverðarborðið á Stracta daginn eftir
afmælið kom Þórður Þorsteinsson formaður
Harmonikufélags Selfoss að máli við
nafni „Harmonikusveit Suðurlands“ en það
bíður betri tíma. Félögin hafa staðið fyrir
uppákomum hér á Suðurlandi m.a. útihátíðum
á Borg í Grímsnesi, samkomum í Skyrgerðinni
í Hveragerði, Hvoli Hvolsvelli og dansleik á
Hótel Selfossi svo eitthvað sé nefnt. Það er hið
ágætasta mál ef lítil félög ná að starfa saman
án þess að raska hinum félagslega grunni sem
félögin voru byggð á í upphafi en því miður
þyngist róðurinn smátt og smátt, fólkið eldist
og ekki koma margir nýir í staðinn. Við
Félagar í DalaferS 1995
Á ferS um Sigöldu 2008
Grétars í Áshól og Tryggva Sveinbjörnssonar
gítarleikara þá hýrnaði yfir piltum og þeir
virtust skemmta sér hið besta eins og reyndar
aðrir kirkjugestir.
Harmonikufélag Rangæinga hefur gefið út
tvo geisladiska. Fyrri diskurinn heitir
„Harmonikufélag Rangæinga" og kom út
1999 og seinni diskurinn „I morgunsól
minninganna“ komút2010.
Árið 2015 á 30. afmælisári félagsins hélt
félagið hinn árlega haustfund S.I.H.U. og var
þá tvinnað saman fundi og afmælishátíð
félagsins. Var hvorutveggja haldið á Hótel
Stracta á Hellu og gekk bara bærilega. Við
söknuðum hans Jóa okkar en hann hafði staðið
að undirbúningi afmælis og fundar og var
undirritaðan og spurðist fyrir um það hvort
grundvöllur væri fyrir samvinnu þessara
tveggja félaga. Eg hafði svo sem ekki leitt
hugann að því mikið en eftir skoðun á
heimavelli þá var ákveðið að halda sameiginlega
æfingu þessara tveggja félaga og hefur þetta
samstarf haldist æ síðan. Æfingar eru yfirleitt
vikulega yfir vetrarmánuðina til skiptis á
Selfossi og Hellu. Félögin komu fram
sameiginlega á landsmótinu á Isafirði 2017
og tókst það með miklum ágætum og
undirbúningur fyrir landsmótið 2020 var vel
á veg kominn með dagskrá nánast eingöngu
ættaðri af heimavelli þegar allt fór í baklás
vegna Covid-19 eins og allir þekkja. Fyrirhugað
var að koma þar fram undir hinu hógværa
Rangæingar megum reyndar nokkuð vel við
una því 10-15 nemendur hafa undanfarin ár
stundað nám í harmonikuleik við tónlistars-
kólann hér og vonandi skilar eitthvað af þessu
fólki sér til okkar þegar fram líða stundir.
Hér hefur verið stiklað á stóru í 35 ára sögu
félagsins og væntanlega er bæði of og van í
því. Það er einlæg ósk mín að félagið eigi mörg
góð ár eftir og harmonikutónlistin eigi eftir
að hljóma sem oftast og víðast í náinni framtíð.
Ég vil þakka öllum sem hafa unnið að
framgangi Harmonikufélags Rangæinga þessi
ár sem félagið hefur starfað.
í Guðs friði.
Haraldur Konráðsson
5