Harmonikublaðið - 15.09.2020, Page 12
„Lýg mig yfirleitt ár úr þessu“
tAÍo)
Friðjón Hallgrímsson lætur móðan mása
við Pétur Bjarnason
1 heimsókn hjá skyldfólki íKanada 2014
Fyrir nokkrum mánuðum kom ég að máli við
ritstjóra Harmonikublaðsins og sagðist hafa
áhuga á að taka viðtal við ritstjórann, sem tók
erindi mínu afar fálega. Þegar stjórn SIHU,
Sambands harmonikuunnenda á Islandi, fól
mér formlega að koma þessu verkefni á
koppinn gaf Friðjón sig og við settumst niður.
Eg setti fram spurningar og Friðjón svaraði.
Þó margt komi fram í þessu ágæta viðtali er
það einungis brot af því sem Friðjón hefur
unnið harmonikusamfélaginu okkar. Hann er
frjór, sívinnandi og hugmyndaríkur og það
sem hann tekur að sér kemst í framkvæmd.
An starfa hans væri vegur harmonikunnar á
Islandi minni en hann er í dag. Hvaða
hljóðfæri annað hérlendis á sér eigið málgagn,
Harmonikublaði<P. Og undir ritstjórn Friðjóns
hefur það dafnað vel. Megum við njóta krafta
hans sem lengst.
Hver er maðurinn Friðjón Hallgrímsson?
Ég fæddist 6. nóvember 1946 í 20 fermetra
sumarbústað við Laugarásveginn í Reykjavík.
Á þessum árum var erfitt um húsnæði og
margir máttu búa þröngt, enda straumurinn
úr sveitunum í þéttbýlið í hámarki. Þó
Laugarásvegurinn sé núna í miðri borg var
hann á þessum tíma dálítil sveitabyggð.
Sveitabýli voru í Laugardalnum, en byggð var
komin á Teigana, Sundin og við
Langholtsveginn. Ég man eftir heyskap við
bústaðinn okkar, sem var í eigu ömmubróður
míns og hann átti hesta. Foreldrar mínir voru
þau Hallgrímur Pétursson skósmiður og
Kristín Aðalsteinsdóttir, bæði fædd á
Hellissandi. Ég gekk í Langholtsskóla, sem
stofnaðurvar 1952, en fórsíðan íVogaskólann.
Eftir gagnfræðapróf fór ég svo á sjóinn í tvö
ár, var á síld, humarveiðum og þorskanót
meðal annars. Eftir þetta fór ég einn vetur í
Verslunarskólann og kláraði hann vorið 1966.
Síðan hef ég verið í landi.
12
Ekki má gleyma skátastarfinu, en í skátunum
var ég í mörg ár og á margar dýrmætar
minningar frá þeim árum. Ég á sérstaklega
góðar minningar frá skólaárunum, þó
árangurinn hafi verið svona upp og ofan. Skóli
er nefnilega miklu meira en nám og árangur.
Þar verða til kynni og vinátta, sem í mörgum
tilvikum endist út æfina.
Vesturheimsk tengsl
Amma mín talaði oft um föðurbræður sína í
Vesturheimi. Þeir voru fjórir sem fluttu þangað
í lok nítjándu aldarinnar ásarnt foreldrum
sínum. Ég fór að rannsaka þessa sögu einhvern
tíma á síðustu öld og komst þá að ýmsu, sem
ekki var neins staðar skráð og fáir vissu um.
Endirinn var sá að ég skrifaði tvær greinar um
þessa forfeður mína, aðra um þá sem fóru til
Ameríku, hina um þá sem urðu eftir. Þessir
þættir birtust í tímariti Ættfræðifélagsins fyrir
nokkrum árum, undir nafninu: „Lifir í
gömlum glæðum“. Ég hef óskaplega gaman
af alls konar grúski og get gleymt mér
tímunum saman í ættfræðinni.
Sölumennskan
Það má segja að sölumennska mín hafi byrjað
þegar ég var tíu ára. Amma mín drýgði litlar
tekjur sínar með því að búa til alla vega litar
rósir úr crepepappír. Þetta voru ákaflega
fallegar rósir, sem fólk notaði til að skreyta
með fyrir jólin, en á þessum árum voru nánast
engar blómabúðir í Reykjavík. Ég fyllti
ferðatöskur af rósum og gekk svo í hús á
Teigunum og í Kleppsholtinu. Ég hafði gaman
af þessu og gekk bara vel.
Síðar átti ég eftir að starfa hjá O. Johnson &
Kaaber. Lengst var ég þó hjá Slippfélaginu í