Harmonikublaðið - 15.09.2020, Síða 4
Harmonikufélag Rangæinga var stofnað 14.
apríl 1985 og var stofnfundurinn haldinn í
félagsheimilinu‘Gunnarshólma í Austur-
Landeyjum. Stofnfélagar voru 80. Helsti
hvatamaður að stofnun félagsins var bóndinn
og harmonikuleikarinn Valdimar J. Auðunsson
einn hinna þekktu Dalselsbræðra og var hann
kjörinn fyrsti formaður félagsins. Fyrstu ár
félagsins var starfsemin aðallega fólgin í
dansleikjahaldi og æfingum í kringum slíkar
uppákomur. Voru dansleikir félagsins jafnan
vel sóttir og er þess minnst að heilu rúturnar
fullar af fólki af Reykjavíkursvæðinu og af
Suðurlandi víðs vegar sótti þessar samkomur
og var oft glatt á hjalla og mikið dansað. Þegar
Valdimar lét af formennsku 1988 tók við
Sigrún Bjarnadóttir frá Árbakka í Landsveit
og var hún formaður til 1997. Sigrún var
einnig formaður S.Í.H.U. árin 1996-1999.
Er Sigrún lét af formennsku félagsins tók
bróðir hennar Jóhann Bjarnason, eða Jói
Bjarna eins og hann var gjarnan nefndur, við
keflinu og var hann formaður allt þar til er
hann féll frá í febrúar 2015 og hefur
undirritaður gegnt formennsku síðan þá.
Félagið hefur allt frá upphafi verið frekar öflugt
og reglulegar æfingar haldnar undir styrkri
stjórn Grétars Geirssonar bónda og
harmonikuleikara í Áshól. Ásamt því hefur
Grétar kennt á harmoniku við Tónlistarskóla
Rangæinga í fjölda ára og nokkur samvinna
hefur verið milli skólans og okkar og félagið
hefur m.a. fært skólanum harmonikur til
notkunar við kennsluna. Harmonikufélag
Rangæinga tók fyrst þátt í landsmóti
harmonikufélaga árið 1987 og einnig stóð
félagið fyrir landsmóti á Laugalandi í Holtum
1996 og á Hellu 2011. Bæði þessi mót þóttu
takast vel enda mikil vinna lögð í undirbúning
og utanumhald allt. Jói Bjarna heitinn átti
frumkvæði að því að farið var að kynna
harmonikurnar í leikskólum héraðsins og
hefur sá háttur einnig verið tekinn upp í
öðrum harmonikufélögum víðar um land.
Harmonikufélag Rangæinga hefur staðið fyrir
skemmtiferðum félagsmanna og á árum áður
var m.a. farið í heimsóknir til annarra félaga
vítt um landið og jafnvel miðin. Ekki var vílað
fyrir sér að gista í tjöldum eða flatsængum í
hinum ýmsu samkomuhúsum eða skólum.
Nú til dags er gist í húsbílum eða draghýsum
hverskonar, upphituðum með öllum þeim
nútímaþægindum sem í boði eru. Árið 2000
var farið var í mikla frægðarför til frænda okkar
í Færeyjum ásamt harmonikufélaginu
Nikkólínu úr Dölum vestur og Þorrakór þeirra
Dalamanna, alls um 80 manna hópur. Á
þessum tíma var Suðurlandsskjálftinn
nýgenginn yfir og hermt er að fólk hafi
einfaldlega hætt að sópa upp glerbrotin og
stokkið af stað frá öllu saman. Einnig var flogið
til Billund í Danmörku í júní 2006 og ferðast
um á þeim slóðum. Munu báðar þessar ferðir
hafa heppnast með ágætum miklum. Einnig
er vert að minnast þess er Jói Bjarna fór með
félagsmenn harmonikufélagsins í rútu upp á
Snjóöldu í Veiðivötnum (930 m) í prýðisgóðu
veðri og þar var talið í nokkur lög. Jói Bjarna
átti og hrinti þeirri hugmynd sinni í
framkvæmd að félagið stæði fyrir svokölluðum
harmonikumessum þ.e. í staðinn fyrir orgelleik
í kirkjunni þá skyldu dragspilin þanin.
Verkefnið fór af stað í Árbæjarkirkju í
Landsveit og hefur verið árleg harmonikumessa
þar síðan og einnig hefur verið farið í
Fyrsta stjórn félagsins: Guðmar Ragnarsson, Grétar Geirsson, Sigrún Bjarnadóttir, Valdimar Jóhann Bjarnason setur landsmótið 2011
Auðunsson, Gunnar Guðjónsson