Harmonikublaðið - 15.09.2020, Page 15
Jólaboð í EspigerÓi 2
dönsunum. Það vildi mér til happs að
áhugasvið Hilmars var á sömu slóðum og þess
vegna gekk okkar samvinna ágætlega.
Harmonikumótin
Harmonikumótin eru mjög mikilvægur þáttur
í félagsstarfi harmonikufélaganna. Aður fyrr
var þetta bara lítill hluti af félagsstarfinu, en í
dag er þetta jafnvel eina sem sum félögin hafa
fyrir stafni. Fyrstu mótin voru haldin af
blaðinu Harmonikunni, en þar voru í forsvari
Hilmar Hjartarson og Þorsteinn R.
Þorsteinsson ásamt eiginkonum sínum. Það
var eklti fyrr en Þingeyingar og Eyfirðingar
héldu mótið á Breiðumýri 1992, að
harmonikufélögin tóku að halda mót. Þarna
hittist fólk og nýtur samveru við aðra með
svipuð áhugamál.
Á fyrstu harmonikumótunum var sama sem
ekkert dansað, enda bara túnið á milli
tjaldanna í boði. Með tímanum breyttist þetta
og síðustu ríflega tuttugu árin hefur ekki verið
haldið harmonikumót, án þess að hafa hús til
að koma saman í. Það hefur hins vegar kallað
á annan hóp fólks, sem kemur til að dansa og
verða þar með harmonikuunnendur. Sá hópur
hefur verið mjög öflugur síðustu árin.
Síðan eru landsmótin allt annar kapítuli. Ég
fór á mitt fyrsta landsmót sem haldið var í
Eyjafirði sumarið 1986. Það verður mér
ógleymanlegt. Síðan komu þau hvert af öðru
og alltaf jafn gaman. Þátttökufélögunum hefur
fækkað með árunum og tónlistaratriðin orðin
töluvert minni í sniðum hjá sumum félaganna.
Þetta er að sjálfsögðu ömurleg þróun, en þetta
virðist óumflýjanlegt.
Harmonikukeppnir og ritstjórn
Harmonikublaðsins
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að keppni
í harmonikuleik sé af hinu góða. Þetta er
algengt form um allan heim, en lengi vel var
einhvers konar heimóttarskapur á Islandi sem
kom í veg fyrir svona nokkuð. Ég impraði á
þessu á sínum tíma við heldur litlar undirtektir.
Þó tókst okkur í FHUR að halda svona mót
vorið 1999. Það heppnaðist í raun ótrúlega
vel. Það voru fimmtán þátttakendur í þremur
aldursflokkum. Meðal þátttakenda voru þau
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir frá Isafirði
og Skagfirðingurinn Jón Þorsteinn Reynisson,
en þau unnu sína aldursflokka. Matthías
Kormáksson vann elsta flokkinn. Auðvitað
stóð það okkur fyrir þrifum að enginn
menntaður harmonikuleikari var hér við
kennslu. Þrátt fyrir það skiluðu þeir sem voru
að kenna ótrúlega góðum nemendum. Það
var síðan árið 2010 að Landssambandið hélt
keppni á sömu nótum. Þá voru meðal
sigurvegara Helga Kristbjörg og
Þingeyingurinn Ásta Soffía Þorgeirsdóttir.
Árið 2013 var svo reynt á ný, en þá var
þátttakan lítil og engin í elsta flokknum. Síðan
hefur þessi starfsemi legið í dvala illu heilli.
Ég átti minn þátt í þessum keppnum og hafði
verulega gaman af.
Það var svo haustið 2011 að aðalfundur SIHU
var haldinn í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði. Á
þeim fundi lét Jónas Þór af störfum sem
formaður sambandsins og Gunnar Kvaran var
kjörinn í hans stað. Eftir góða máltíð og
nokkra koníakssjússa bauð Gunnar mér í
göngutúr og tjáði mér að nú yrði hann að
hætta sem ritstjóri Harmonikublaðsins. Eg
sagðist skilja það og tjáði honum að ég gæti
reynt að hjálpa til, við að finna einhvern góðan
í djobbið. „Það var nú ekki hugmyndin“,
svaraði Gunnar, „þú átt að taka við blaðinu“.
Ég sagði honum eins og satt var, að ég hefði
ekki hundsvit á blaðaútgáfu, auk þess sem
tíminn hjá mér væri takmarkaður. Hann virtist
ekki heyra þessar mótbárur. Eftir nokkurt
þjark úti í eyfirskri haustblíðu var ég svo
orðinn ritstjóri Harmonikublaðsins. Fyrsta
blaðið undir minni stjórn kom svo út vorið
2012. Byrjunarörðugleikarnir voru óteljandi,
en einhvern veginn hefur þetta bjargast, með
hjálp góðra manna og þó aðallega kvenna.
Brandarakarl, veislustjóri, kynnir og fleira
Það er nú eitthvað sem varð til með tímanum.
Ég hef alltaf haft gaman af að segja sögur og
smám saman þróaðist þetta í þá átt að ég fór
að koma fram og leyfa fleirum að njóta.
Eitthvað hefur fólk séð við mig, sem varð til
þess að það fór að biðja mig hins og þessa og
þar sem ístöðuleysi hefur alltaf verið mín
sterkasta hlið hef ég komið fram á ólíklegustu
stöðum. En ég er yfirleitt skítnervös þegar til
kastanna kemur. Yfirleitt lýg ég mig einhvern
veginn út úr þessu.
Stóra ósæðarmálið
Síðastliðinn vetur var ég eitthvað skrýtinn í
maganum og bakinu. Eftir tvær myndatökur
í febrúar fannst ekkert á umræddum stöðum,
en fyrir slembilukku rak einhver augun í að
ósæðin væri orðin þreföld að gildleika. Það
þurfti að bregðast við í hvelli, en það tók
tímann sinn að smíða fóðringu. Þessi hvellur
stóð í þrjá mánuði. Ekki var hægt að gera
aðgerðina hér, heldur þurfti að senda mig til
Uppsala í Svíþjóð. Þangað fór ég svo í lok maí.
Ég var tíu daga í ferðinni. Aðgerðin tókst vel
og hef ég smám saman tekið upp fyrri siði.
Frúin segir að þetta hafi verið fyrsta banalegan
mín. Það gæti passað, því ég hef verið mjög
heppinn hvað heilsuna varðar. Maginn og
bakið læknuðust af sjálfu sér, svo trúlega hefur
þar verið um illkynjaða ímyndunarveiki, að
ræða.
Að lokum
Staða harmonikunnar hér er ekki upp á það
besta í dag, þrátt fyrir að Islendingar hafi aldrei
átt jafn marga góða harmonikuleikara. Það
vita allir um hvað harmonikufélögin voru
stofnuð. Sú hugmynd byggðist á áhugafólki
um hljóðfærið og til þess að njóta þess, kom
fólk saman og spilaði, hlustaði og dansaði, þar
sem harmonikan var í aðalhlutverki. Þessi
hópur er að minnka hratt, en ekki síst að
eldast. Það er þó til ungt fólk sem er að verða
ballfært og þess bíður það verkefni að leysa
okkur gamlingjana af. Það blæs ekki byrlega
fyrir dansunnendur í dag. Það að halda ball
er bara fyrir einhverja sérvitringa segir yngra
fólk. Auðvitað er ég bjartsýnn á harmonikulífið,
eða eins og Loðvík Frakkakeisari sagði, „Það
lafir meðan ég lifi“.
15