Harmonikublaðið - 15.09.2020, Síða 8

Harmonikublaðið - 15.09.2020, Síða 8
Jónas í Lundarbrekku minnist Tryggva Harðarsonar tónlistarmanns Jónas og Tryggvi dyngri árum Ljósmynd Elín Baldvinsdóttir Jónas og Tryggvi orðnir miðaldra Ljósmynd Smári Sigurðsson Tryggvi með gítarinn Ljósmynd Egill Gústajsson Tryggvi var fæddur 27. maí 1939 í Víðikeri í Bárðardal. 1946 flutti fjölskylda hans í Svartárkot og átti hann heima þar síðan og gjarnan kallaður Diddi í Koti. Hann varð bóndi í Svartárkoti ásamt því að sinna refa og minkaveiðum, einnig silungsveiði í Svartár- vatni. Hann reykti og silung af mikilli list sem varð eftirsótt söluvara. KonaTryggva var Elín Baldvinsdóttir og eiga þau fjögur börn. Hann var mikið hraustmenni með Ijúfa skapsmuni, drengskapar maður í hvívetna. Við urðum snemma mildir vinir og félagar, þrátt fyrir 11 ára aldursmun. Hann var þeirrar gerðar dáða drengur, að öllum fannst sem hann væri jafnaldri þeirra. Tryggvi var mjög músíkalskur, eignaðist ungur gítar og náði fljótt mikilli leikni. Ekki fékk hann neina kennslu í tónlist, en hlustaði grannt og æfði sig. Sérstaklega hafði hann næma tilfinningu fyrir hljómum og spilaði oft lög, undurfallega með óhefð- bundnum hljómagangi. Tryggvi eignaðist ekki harmoniku fyrr en eftir 1970. Og harmonikan varð hans hljóðfæri eftir það. Hann spilaði mikið fyrir fjölskylduna 8 og vini en sjaldan á mannamótum fyrr en um og eftir 1990. Eg var eins og Tryggvi vinur minn, seinþroska í harmonikumálum. Eignaðist ekki harmoniku fyrr en eftir 1990. Fljótlega eftir það fórum við að spila saman. Hann kenndi mér margt, sérstaklega á bassana. Fyrstu árin spiluðum við ekkert utan heimila okkar, en okkur óx ásmegin, spiluðum á jólatréssamkomu hjá kvenfélaginu. Eg held að það hafi verið frumraun okkar opinberu spilamennsku. Svo vorum við beðnir að koma með harmonikurnar f afmælisveislur og annan gleðskap. Við vorum ráðnir til að spila á þó nokkrum ættarmótum. Bæði heima í Bárðardal og um sveitir Þingeyjarsýslu, lengst fórum við inn í Hörgárdal. Á árshátíðum harmonikufélagsins spiluðum við þó nokkur ár. Það sem einkenndi okkar spilamennsku var fjölbreyttur hljómagangur. Tryggva var eðlislægt að skreyta lög með fjölbreyttum hljómum, svo sumum þótti nóg um. Eyfirskir jeppamenn byggðu skála (í samvinnu við fjallskiladeild Austur-Bárðdæla) á Réttartorfu, seint á síðustu öld. Réttartorfa er yst á Bárðdælaafrétt austan Skjálfandafljóts. Þar eru haldnar þrettándahátíðir ár hvert. Grillveisla, söngur, brenna og flugeldasýning. Við Tryggvi vorum hljómsveit hússins (húsband) í mörg ár. Okum suður yfir Suðurá, hraun og Sandá, vorum þá komnir á Réttartorfu. Gleðskapurinn stóð yfirleitt langt fram á nótt. Oftast voru einhverjir með okkur, einu sinni landsþekktur tónlistarmaður, Diddi fiðla. Einu sinni vorum við einir á ferð, þá var mikill krapi í Stórakrika og í Sandárnesi, jeppamenn komu á móti okkur á suðurleið. Mikið frost var og héldum við að bíllinn flyti á krapinu á bakaleiðinni svo við fórum einir, ekki tókst það, bílinn festum við og urðum að ganga í Greinarhöfundur Ljósmynd Sigrún Ólafisdóttir rúman klukkutíma í skálann aftur. Þar skriðum við í flet og sváfum til morguns. Þetta var fyrir tíma farsímasambands. Við áttum því láni að fagna að kynnast eistneska Islendingnum Valmari Váljaots, organista og Hvanndalsbróður. Hann spilaði nokkrum sinnum með okkur og hjálpaði okkur á ýmsa lund. Valmar dáðist mjög að tónlistarhæfileikum Tryggva og sagði einu sinni „ég vildi að ég hefði haft svona haus þegar ég var í tónlistarnámi.“ Tryggvi lést árið 2010 eftir erfið veikindi. Blessuð sé minning hans alla tíð. Jónas Sigurðarson Lundarbrekku

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.