Harmonikublaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 3
m
Við sem nú erum í veröldinni lifum ótrúlega tíma. Ferðalög og
samkomur, sem um aldir hafa verið sjálfsagður hlutur hjá stórum
hluta jarðarbúa, eru allt í einu ekki aðeins munaður, heldur
einfaldlega bannvara. Sumarið sem nú er að kveðja verður mörgum
minnisstætt fyrir margra hluta sakir. Harmonikuunnendur sem
eru vanir því að hittast og gera sér sameiginlega glaðan dag hafa
nú þurft að sitja hnípnir og aðgerðalitlir. Það að hitta vini til að
knúsa og kreista var allt í einu bannað. Þetta bíður allt næsta sumars
og verður mörgum tilhlökkunarefni. Landsmóti sem til stóð að
halda í Stykkishólmi var frestað og annað var eftir því. Nú ríður á að fólk haldi sínu striki
og taki upp þráðinn þar sem hann féll niður í vor og taki til við undirbúning landsmóts
2021. Ekki er ástæða til að reikna með öðru en að lífið komist í sínar föstu skorður aftur
með tímanum og síðasta vor og sumar verði fljótlega aðeins slæm minning um slæma tíð.
Sem ritstjóri Harmonikublaðsins leist mér satt að segja ekkert á blikuna þegar öllu var aflýst.
Greinar um harmonikumótin, sem verið hafa uppistaðan í blaðinu, voru nú allt í einu horfnar
á einni nóttu sem dögg fyrir sólu og ritstjórinn sat uppi með efnislaust blað. Eg sendi nú
samt póst til formanna félaganna í von um að frá einhverju væri að segja og viti menn, ég
fékk ótrúlega góð viðbrögð. Það var reyndar ekki frá miklu að segja, en þeir gerðu sér grein
fyrir alvarleika málsins og gengu í að afla efnis, með viðtölum í stað frásagna af starfinu og
áður en ég vissi var komið efni í heilt blað. Þetta verður geymt en ekki gleymt. Ekki nóg
með það, heldur er blaðið núna 28 síður, en hefðin er fyrir 24 síðum, þó það hafi verið stærra
að undanförnu. Horfur eru bara nokkuð góðar fyrir desemberblaðið líka.
Það er gaman að segja frá því að undanfarin tvö til þrjú ár hefur gengið betur að fá efni frá
formönnum félaganna, sem eru smám saman að átta sig á því að það er frá mörgu að segja
varðandi harmonikufélögin. Það verður aldrei of oft sagt að útgáfa fréttablaðs utan um eitt
hljóðfæri er stórmerkilegt fyrirbæri, en aðeins staðfesting á því hve harmonika er magnað
fyrirbæri og þeir sem á hana leika eða njóta tónlistarinnar ekki síður merkileg fyrirbæri. Það
er því ástæða til að líta björtum augum til framtíðarinnar, þegar útgáfa málgagnsins helst
þrátt fyrir algjöra gúrkutíð.
Sagnabelgurinn
tstjoras
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Abyrgðarmaður;
Friðjón Hallgrímsson
Espigeröi 2, 108 Keykjavík
Sími 696 6422, frídjonoggudny@internetjs Wf///
Prenndnnsla:
Héraðsprent, Egilsstöðum, nmm heradsprent. is Prentgnpur
Forsíða: Sigurður Harðarson tók jorsiðumjndina á
Borg ífyrra.
Meðal efnis:
- Nikkólínufréttir
- Harmonikufélag Rangæinga 35 ára
- Viðtalið, Hörður Kristinsson
- Jónas í Lundabrekku minnist
Tryggya Harðarsonar
- Jón Ingi Júlíusson - Minning
- Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar
- Viðtalið, Friðjón Hallgrímsson
- Lag blaðsins, Freymóður Jóhannsson
- I larmonikumótið sem var ekki haldið
- Jóhann Hólm Ríkarðsson, minning
- I þá gömlu góðu...
- Unga fólkið og harmonikan
- Lida harmonikuhátíðin
- Örfréttir af Harmonikufélagi Þingeyinga
- Frétdr úr höfuðborginni
- Villi Valli níræður
- Frostpinnar að vestan
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 28.000
1 /2 siða kr. 18.000
Innsíður 1/1 siða kr. 22.500
1/2 síða kr. 14.000
1/4 siða kr. 8.500
1/8 síða kr. 5.500
Smáauglýsingar kr. 5.500
Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er 25. nóvember 2020.
V____________________________J
Stjórn S.Í.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður:
Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16, 600 Akureyri
S: 462 5534 / 820 8834
Varaformaður: Haraldur Konráðsson
budarholl@simnet.is
Sólbakka 15, 861 Hvolsvöllur
S: 487-8578 / 893-4578
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sigrunogvilli@gmail.com
Breiðabólstað, 371 Búðardalur.
S: 434-1207/861-5998
Gjaldkeri: Anna Guðrún Vigfúsdóttir
smarabr3@simnet.is
Smárabraut 3, 540 Blönduós
S:452 4266 / 862 4266
Meðstjórnandi: Pétur Bjarnason
peturbjarna@internet.is
Geitlandi 8, 108 Reykjavík
S: 456-4684 / 892-0855
Varamaður: Sigurður Olafsson
sandur2@simnet.is
Sandi 2, 641 Húsavík
S: 464-3539 / 847-5406
Varamaður: Sólveig Inga Friðriksdóttir
bolstadarhlid2@gmail.com
Bólstaðarhlíð 2, 541 Blönduós
S: 452-7107/ 856-1187
Kt. SÍHU: 611103-4170
Þegar bandaríski herinn var í herstöðinni á
Miðnesheiði, þurftu hinir ungu hermenn
sína afþreyingu. A árunum upp úr 1955 nutu
íslenskir tónlistarmenn góðs af þessu og
margar hljómsveitir höfðu vel upp úr að leika
í danssölum hersins. Þær nutu margar hverjar
vinsælda og má þar nefna KK sextettinn,
Lúdó og Stefán, Hljóma og margar fleiri. Eitt
sinn fengu meðlimir einnar hljómsveitarinnar
þá hugmynd að smygla 18 ára gömlu viskií
út af vellinum, en áfengisverð þar var aðeins
brot af því sem var í ATVR. Það var því til
mikils að vinna ef vel tækist til. Það þurfti
töluvert hugmyndaflug til að smygla, því
leitað var í bílum þegar þeir fóru út af
Vellinum. Eftir miklar bollaleggingar komu
þessir heiðursmenn viskíinu fyrir í
rúðupisstanknum, sem tók einhver ósköp.
Þar átti það að vera öruggt og ekkert
grunsamlegt við það. Hljómsveitin lauk
ballinu og flestir dreyptu á hinum dýru
veigum. Síðan var haldið heimleiðis. Gamli
Keflavíkurvegurinn var nú ekki auðkeyrður
fyrir hálfri öld, holóttur malarvegur, sem í
rigningu varð eitt forarsvað. Stuttu eftir að
lagt var af stað byrjaði að rigna. Það þurfti
því að bleyta rúðuna hvað eftir annað á
leiðinni. Allir fundu á sér og voru kátir og
mikið fjör í bílnum. Þegar Hafnarfjörður var
í augsýn áttaði einn sig á hvað hafði gerst og
æpti upp yfir sig. I allri gleðinni hafði gleymst
að bílstjórinn hafði dottið í það og farist hafði
fyrir að tilkynna nýja bílstjóranum um
smyglið. Ekki er vitað til þess að dýrara efni
hafi verið notað sem rúðupiss.
| N
Heiðursfélagar SÍHU
Aðalsteinn Isfjörð, Baldur
Geirmundsson og Reynir Jónasson.
V_________________ _______________J
3