Harmonikublaðið - 15.09.2020, Side 17
ww*\
Ifl
Freymóður Jóhannsson
Listamaðurinn Freymóður Jóhannsson fæddist
að Stóra Arskógi við Eyjafjörð 12. september
1895. Það að alast upp á þessum slóðum er
ærin ástæða til að verða listamaður. Þegar litið
er til hafs blasir við perla Eyjafjarðar, Hrísey,
í sinni hæversku fegurð á miðjum firðinum.
Handan fjarðarins gnæfir Kaldbakur og þar
norður af Drangafjöllin, sannkallaðir útverðir,
tilbúnir að bjóða öllu birginn. Freymóður nam
ungur málaraiðn og í framhaldi af því stundaði
hann listmálaranám í Danmörk, Italíu og víðar
auk þess að læra leiktjaldamálun, sem hann
vann við í nokkur ár við Konunglega leikhúsið
í Kaupmannahöfn og síðar hjá Leikfélagi
Reykjavíkur þegar hann kom heim. Hann
varð fljótlega kunnur sem listmálari og hélt
fjölmargar sýningar. Freymóður gekk snemma
til liðs við Góðtemplarahreyfinguna og á þeim
vettvangi má segja að frægðarsól hans hafi risið
hvað hæst. Um miðja síðustu öld átti
hreyfingin einn af skemmtistöðum
Reykjavíkur, Gúttó, sem stóð við Vonarstræti,
á milli Alþingishússins og Tjarnarinnar.
Freymóður varð fljótlega potturinn og pannan
í skemmtanalífi templara og þegar aðsókn að
dansleikjum þeirra fór að dvína fékk hann þá
hugmynd að efna til danslagakeppni á vegum
skemmtiklúbbs templara, SKT í Gúttó. Þetta
varð mesta framfaraspor í íslenskri
dægurlagatónlist. Þá spruttu fram á
sjónarsviðið fjölmörg tónskáld, sem enginn
hafði vitað um. Besta tónlistarfólk iandsins
kynnti lögin og áhugi almennings var
ótrúlegur. Þá heyrði fólk í fyrsta skipti lög
eftir Ágúst Pétursson, Svavar Benediktsson,
Jenna Jóns, Jóhannes Jóhannesson, Steingrím
Sigfússon og marga fleiri að ógleymdum
Valdimar Auðunssyni, sem átti fyrsta
verðlaunalagið. Eitt árið bárust færri lög til
keppninnar en venjan var og þá ákvað
Freymóður að senda inn lög undir dulnefninu
Tólfti september. Hann átti ekki von á neinu
og varð því þrumu lostinn þegar tvö af
verðlaunalögunum voru úr smiðju hans. Og
nú fór í hönd nýtt tímabil í lífi hans þegar
listmálarinn Freymóður Jóhannsson varð
jafnvel ennþá kunnari sem tónskáld. Á næstu
árum sendi hann frá sér hvert lagið af öðru og
bestu dægurlagasöngvarar og tónlistarmenn
þjóðarinnar komu þessu til allra landsmanna
í plötuformi. Þá heyrðust lög eins og Litla
stúlkan við hliðið, Blikandi haf, Frostrósir, Þú
0
ert vagga mín haf, Akranesskórnir og Litli
tónlistarmaðurinn, svo einhver séu nefnd.
Freymóður var ekki aðeins tónskáld heldur
veittist honum létt að gera texta (danskvæði)
við lögin, enda ágætis hagyrðingur. Málverkin
hans, félagsstörfin og tónlistin hefðu fyrir
marga dugað sem aðalstarf, en það var öðru
nær. Freymóður vann lengst af á Hagstofu
Islands fullan vinnudag. Freymóður
Jóhannsson lést 6. mars 1973.
Fisitalia
Hágæða harmonikur á góðu verði
17