Harmonikublaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 22

Harmonikublaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 22
 Litla harmonikuhátíðin I vor eftir að við í FHUR aflýstum landsmóti harmonikufélaga vegna covid 19 fór ég að velta fyrir mér hvað ég myndi vilja gera í tilefni af afmæli mínu 4. júlí sem hefði verið landsmótshelgina og ég yrði því stödd austur í Neskaupstað. Þrír harmonikufélagar voru við æfingar í Mjóafirði fyrstu vikuna í júní og ég hafði slegið því upp í spjalli að þau væru mánuði of snemma á ferðinni. Það stóð ekki á undirtektum, þau mundu bara koma aftur austur. Eg beið nú samt með að gera nokkuð fyrr en ég var þess fullviss um að þremenningarnir væru að koma og bjó þá til viðburð sem fór ekki hátt til að byrja með því covid var búið að hrella okkur öll og betra að fara að öllu með gát. En svo fór að bætast í hópinn og varð á annan tug manna sem mættu á Austurlandið og þá var nú ekki annað að gera en að gera dagskrá því auðvitað vildi ég sem gestgjafi standa mig sem best. Fimmtudaginn 2. júlí voru allir sunnangestir mættir. Daginn eftir klukkan 11 hittumst við út við vita og gengum út í Páskahelli sem er hellisskúti í fólkvangi Neskaupstaðar, utarlega við Norðfjörð en þar er mikið fuglalíf og vinsælt göngusvæði jafnt heimamanna sem og ferðamanna. Sagt er að bóndi nokkur á Baklca hafi einn páskadagsmorgun náð hami selameyjar sem hann síðan giftist og eignaðist með henni sjö börn. Selameyjan náði síðar ham sínum aftur og hvarf í sæ til barna sinna sjö sem hún hafði eignast áður en hún giftist bóndanum. Einnig er sagt að nafnið kunni að vera til komið vegna þess að á páskadagsmorgun megi frá hellinum sjá sólina dansa á öldunum þegar hún rís úr hafi fyrir mynni Norðfjarðarflóans. Skapast hefur sú hefð hjá Norðfirðingum að hittast klukkan sex á páskadagsmorgun og ganga að hellinum. Klukkan tvö söfnuðumst við saman við kaffihúsið Nesbæ og spiluðum þar fyrir gesti og gangandi í glaða sólskini. Um kvöldið var svo ball á Hildibrand hótel. Ég var svo heppinn að eigendur hótelsins höfðu kvöldopnun svo hægt væri að halda ball en annars hefur verið lokað á kvöldin síðan að covid tók völd. Fjórar hljómsveitir voru mættar til leiks og riðu félagar úr FHUN á vaðið svo tóku við harmonikufrænkur. Þar á eftir Kristján Olafsson og hefðarmeyjarnar og að Iokum Hildur Petra og Jónas Pétur. Ballinu lauk svo klukkan ellefu eins og covid-lög segja til um og hef ég það fyrir víst að ef fólk passaði sig ekki þá væri minnt á heimferð með bláum ljósum þegar komið væri nóg, en ekki kom þó til þess. En mestu stuðboltarnir héldu áfram að skemmta sér á tjaldstæðinu og held ég að við höfum sjaldan hlegið eins mikið af eigin skemmtun og þarna. Svo rann upp afmælisdagurinn 4. júlí bjartur og fagur. Við hittumst við minnisvarða um snjóflóðin og um þá sem látist höfðu í snjóflóðum. Ég fræddi um það sem ég vissi og um eigin lífreynslu sem er ákaflega átakamikil fyrir barnssál. Klukkan tvö mætti svo Stór-harmoniku- fjölskyldan ásamt minni fjölskyldu og vinum á pallinn í afmæliskaffi og auðvitað voru hljóðfærin með og spiluðu þeir sem vildu og nutu svo veitinganna. Klukan sjö um kvöldið vorum við svo mætt í sameiginlega máltíð í Beituskúrnum og þar var ég búin að fá leyfi fyrir harmonikuspili. Þar byrjuðu Kristján O, Úlfhildur, Guðmundur Oli og Gústaf. Hildur Petra og Jónas Pétur tóku svo við og enduðu dans- og Það var upplagt að nota veðurblíðuna á Neskaupstað til að taka lagið Norðfirðingar á Hildibrand, Gyða, Jón Bjarna, Ómar Skarphéðins og Guðmundur Skúlason

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.