Harmonikublaðið - 15.09.2020, Síða 13

Harmonikublaðið - 15.09.2020, Síða 13
Hallgrímur og Kristín ásamt börnunum jjórum í heimsókn hjá Kaldal Feðgar í Laugarásnum. Ritstjórinn lengst til vinstri, Aðalsteinn stóri bróðir í miðið og HaUgrtmur Pétursson með nikkuna Reykjavík að selja málningu. Nokkrum árum eyddi ég í að fara um landið og selja bækur. Eg á margar góðar minningar frá þessum dögum. Sumar grátbroslegar. Einu sinni þegar ég kom úr sölutúr úr Skagafirði, var ég spurður á skrifstofu v\lmenna bókafélagsins hvort ég gæti tekið til baka ritsafn Tómasar Guðmundssonar, sem ég hafði selt fyrir norðan. Ég sagði að það væri alveg sjálfsagt og spurði af forvitni hver væri ástæðan. Jú, kaupandinn var ekki læs. Ég heyrði því fleygt að bóndi í Blönduhlíðinni hafi sagt þegar hann frétti þetta: „Hvað gerir hann við okkur, sem erum læs, þessi andskoti.11 A þessum ferðum mínum um landið kynntist ég landinu, en á Hoftúnum í Staðarsveit. I einum ógurlegum norðanhvelli, en þeir koma eins og byssuskot ofan af fjallinu fyrir ofan bæinn, hafi þakið svipst af hlöðunni og fokið á haf út. Málningin hafi hins vegar ekki haggast á þakinu. Það að ferðast um sveitir landsins var einstaklega skemmtilegt og á þessum ferðum eignaðist ég marga vini og kunningja, sem ég hef jafnvel ennþá samband við. Harmonikuþættir í RUV Einar Guðmundsson á Akureyri hringdi í mig vorið 2007. Hann tjáði mér að þeir hjá SÍHU væru að leita að einhverjum til að annast harmonikuþátt í útvarpinu. Ég sagðist gæti Föðurfjölskyldan mín er mjög áhugasöm um tónlist. Þar eru margir sem hafa gaman af tónlist og margir sem leika á hljóðfæri og syngja. Faðir minn lék á tvöfalda harmoniku, sem hann lærði á sem unglingur á Hellissandi og var farinn að leika á dansleikjum mjög ungur. Hann tók einnig þátt í stofnun Breiðfirðingakórsins og söng með honum í mörg ár. Eg var forfallinn Bítlaaðdáandi. Fór í biðröð í Fálkann við Laugaveginn til að eignast plöturnar þeirra og reyndar fleiri hljómsveita. Þá voru hér haldnir tónleikar í Austurbæjarbíói. Þar hlýddi maður á Hollies, Kinks, Searchers, Swingin Blue Jeans og fleiri frá Bretlandi. Þetta voru miklir sælutímar. Vindbelgirnir á Þorrablóti í Breiðfirðingabúð 2016. Helgi Kristjánsson á gítar, Papa Vindbelgirnir í sumarbústaðnum í Grímsnesinu, við upptökur ágeisladisknum jass á trommur og Hreinn Vilhjálmsson á bassanum nokkurra ára tímabili kom ég við á flestum sveitabæjum á landinu og á mörgum oftar en einu sinni. Seinna átti ég eftir að fara á marga þessara bæja og bjóða málningu. Málningin haggaðist ekld! Það er nauðsynlegt að vera hress og kátur í sölumennskunni. Það nennir enginn að tala við sölumann sem er á svipinn eins og prestur sem er að tilkynna dauðsfall. Það kom jafnvel fyrir að ég tók lagið fyrir kaupendurna. Einhvern tíma átti ég að hafa mælt með þakmálningu sem ég var að selja. Ég sagði að þessi málning hafi verið á hlöðuþakinu í reynt að láta mér detta einhver góður í hug. „Það var nú ekki hugmyndin“, sagði þá Einar, „við viljum fá þig til að gera þetta“. Mér fannst hugmyndin galin í besta falli, en fékkst þó til að hugsa málið. Eg var svo með þætti þetta sumar og næsta og hafði mjög gaman af. Það fór drjúgur tími í að setja saman þættina, en þegar maður hefur gaman af einhverju, er alltaf tími. Ég notaði geisladiska og plötur úr eigin safni og hefði trúlega getað haldið áfram í tíu sumur án þess að fara í útvarpssafnið. Hvenær vaknaði áhugi á harmonikunni eða tónlist yfirleitt? Dansleiki sótti maður aðallega í Breiðfirðingabúð við Skólavörðustíginn, Glaumbæ og aðeins leit maður við í Þórskaffi og víðar. I grúski mínu komst ég að því að föstudaginn 8. september 1966 voru auglýstir þrettán dansleikir í Reykjavík og sautján á laugardeginum, þar af þrír með gömlu dönsunum, Þórskaffi auglýsti opið öll kvöld, já heimur versnandi fer. Nú reka menn upp stór augu þegar þeir sjá auglýstan dansleik. Fyrstu minningar mínar um harmoniku eru þó frá því að Aðalsteinn eldri bróðir minn var að læra hjá Karli Jónatanssyni upp úr 1952. Hann náði góðum tökum á hljóðfærinu og 13

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.