Harmonikublaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 21
y'
Undanfarin ár hefur dágóður fjöldi ungra harmonikuleikara stundað framhaldsnám í
tónlist aðallega á tveimur stöðum. Annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Oslo.
Nokkrir hafa lokið námi, aðrir eru á lokametrunum. Blaðið kannaði stöðuna hjá þessum
ungu tónlistarmönnum, sem undanfarin ár hafa glatt okkur með harmonikuleik. Það er
ýmislegt á döfinni hjá þessum ungu harmonikuleikurum.
Halldór Pétur Davíðsson, sem lék á árum
áður í Harmonikukvintett Reykjavíkur undir
stjórn Guðmundar Samúelssonar, hefur
stundað kennslu síðustu árin. Hann kennir
við tónlistarskólana í Hafnarfirði og Garðabæ,
auk þess að kenna við Do Re Mi skólann.
Halldór er með 10 nemendur sem stendur.
Jón Þorsteinn Reynisson stundar kennslu
við tónlistarskólana í Eyjafirði og á Húsavík.
Hann kennir jöfnum höndum á harmoniku
og píanó og hefur nóg að gera. Hann er með
12 nemendur og stjórnar einnig skóla-
hljómsveit. Auk þess hefur hann töluvert að
gera við hin ýmsu verkefni, svo sem brúðkaup,
afmæli og jarðarfarir.
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir fer í lokatónleika
mastersnámsins í Freiburg í Þýskalandi 15.
október nk., en þeim var frestað síðastliðið
vor vegna Covid 19. Meðfram því er hún að
skrifa mastersverkefnið. Hún hefur verið í
Þýskalandi að undirbúa sig undir leiðsögn
harmonikuleikarans Teodoro Anzelotti og
líður nú að lokum þessa hluta námsins. Hún
flytur síðan heim í nóvember og er það mikið
tilhlökkunarefni fyrir harmonikuunnendur
að eiga von á Ástu Soffíu, en ekki hefur verið
mikið um sérmenntaða harmonikukennara,
þó örlítið hafi ræst úr upp á síðkastið. Hún
bendir fólki á að hafa samband við sig vanti
einhvern harmonikuleik. Við óskum henni
góðs gengis í loka áfanganum.
FlemmingViðat Valmundsson, sem stundað
hefur nám í Kaupmannahöfn frá haustinu
2017, er nú staddur á landinu. Hann er í
hljómsveit sem sér um tónlist í verkinu „Ekkert
er sorglegra en manneskjan", sem verið er að
leika íTjarnarbíó við tjörnina í höfuðborginni.
Honum var tilkynnt nýlega að hann hefði
komist áfram í aðra umferð í
harmonikukeppninni í Castelfidardo, sem
hófst í fyrra. Onnur umferð fer fram 17.
september og leika keppendurnir hver á sínum
stað í gegn um fjarfundarbúnað. Þriðja
umferðin fer síðan fram 20. september. Við
óskum honum góðs gengis í keppninni.
Jónas Ásgeir Ásgeirsson er eins og stendur á
fullu við upptökur á geisladisknum, sem verið
hefur í vinnslu um nokkurn tíma. En það er
ýmislegt annað á döfinni hjá honum. Hann
mun koma fram í Tíbrá tónleikaröðinni í
Salnum 26. janúar nk. með KIMI hópnum.
KIMI frumflutti verk eftir Þórönnu
Björnsdóttur og Gunnar Karel Másson á
sumartónleikum í Skálholti. Síðastliðið sumar
tók Jón Ásgeir þátt í tónleikahaldi með
kammersveitinni Elju en þau fluttu meðal
annars konsert eftir Finn Karlsson í Miðgarði
í Skagafirði. Til stóð að leika konsertinn í
Háteigskirkju eftir verslunarmannahelgina en
þeir tónleikar féllu niður vegna veirunnar.
Konsertinn verður fluttur í Norðurljósasal
Hörpu 2. janúar næstkomandi. Þetta er fyrsti
íslenski harmonikukonsertinn sem saminn er
fyrir Islending. Þá er stefnt að því að leika með
kammerkórnum Stöku í byrjun október á
tónleikum í Háteigskirkju og Skálholti. Verk
eftir Arvo Párt, Gabriel Fauré og frumflutningur
á kórútgáfu af tangóverki eftir Maju Ratkje.
Friðjón Hallgrímsson
21