Harmonikublaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 6
„Ég greip bara í nikkuna í þessum ferðum en svo smitaðist ég og þá var ekki aftur snúið“ Hörður með Borsini nikkuna góðu Hörður Kristinsson, grasafræðingur, er fæddur 1937 á Akureyri en alinn upp á Arnarhóli í Eyjafjarðarsveit. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1958 og hélt að því loknu til Göttingen og Freiburg í Þýskalandi til náms í grasa- og dýrafræði og plöntusjúkdómUm og lauk doktorsprófi þar. Að prófi loknu hóf Hörður rannsóknir á íslenskum fléttum í samstarfi við Duke-háskóla í Banda- ríkjunum. Hörður dvaldi vestra árin 1967- 1970 að sumrunum 1967 og 1968 undan- skildum þegar hann safnaði fléttum víða um land. Arið 1970 fluttist Hörður heim aftur og hóf störf við Náttúrugripasafnið á Akureyri og Lystigarð Akureyrar. Hann var skipaður prófessor í grasafræði við Háskóla Islands 1977 og gegndi hann því starfi í tíu ár. Arið 1987 fluttist hann aftur norður og tók við starfi forstöðumanns Náttúrufræðistofnunar Norðurlands. Hörður er einn afkastamesti náttúrufræðingur landsins og liggja eftir hann rúmlega 150 ritsmíðar auk þess sem hann hefur safnað gögnum varðandi plöntur landsins í rúm 60 ár. Hörður hefur alla tíð verið vörður íslenskrar tungu og á degi íslenskrar tungu árið 2002 var hann sæmdur viðurkenningu mennta- málaráðuneytisins fyrir starf sitt að gagnagrunni um íslensk plöntunöfn. Á nýársdag 2016 var Hörður sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir og kynningu á íslenskum gróðri. Hörður er kvæntur Sigrúnu Björgu Sigurðar- dóttur frá Hafurstöðum við Skagaströnd, á tvær dætur frá fýrra hjónabandi, fimm barna- börn og tvö barnabarnabörn. Ég heimsótti Hörð og konu hans að Arnarhóli á dögunum og tók hann tali. Hvenær byrjaðir þú að læra á hljóðfæri? Ég byrjaði að læra á orgel hjá föður mínum um leið og ég lærði að lesa, hann spilaði sjálfur á orgel og kenndi mér. Seinna fór ég til Snjólaugar Kristjánsdóttur á Jódísarstöðum í píanónám og svo íTónlistarskólann á Akureyri. A skólaárunum í menntaskólanum var ég allan tímann í píanónámi hjá Margréti Eiríksdóttur skólameistarafrú, sem var píanóleikari. Svo ég er búinn að læra á píanó frá blautu barnsbeini en það kom aldrei til að gera tónlisdna að ævistarfi. Maður þurfti að velja á milli tónlistar eða líffræði á menntaskólaárunum og það var líffræði sem varð ofan á, tónlistin var svona aukalega. Hvenær tók svo harmonikan við? Það var nú eiginlega fýrir slysni, það var þannig að eftir að ég flutti til Reykjavíkur þá fór ég að fara mikið í ferðir með ferðafélaginu Útivist, ég fékk alltaf innilokunarkennd ef ég var lengi í Reykjavík án þess að fara austur fýrir Elliðaár, þannig að ég fór oft í ferðalög með þeim. Þá voru alltaf einhverjir sem tóku með sér harmonikur, og man ég sérstaklega eftir Emil og Bjarka, þeir voru alltaf að reyna að fá mig til að prófa því þeir vissu að ég kynni að spila á píanó. Svo ég gerði það bara og þannig var það fýrstu tvö árin, ég greip bara í nikkuna í þessum ferðum en svo smitaðist ég og þá var ekki aftur snúið. Það leið ekki á löngu þar til mér fannst miklu betra að spila á hana en píanó því það er svo auðvelt að taka hana með sér og svo er þetta skemmtilegt hljóðfæri. 6

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.