Harmonikublaðið - 15.09.2020, Síða 25

Harmonikublaðið - 15.09.2020, Síða 25
Eins og margir vita varð hinn fjölhæfi Villi Valli níræður 26. maí s.l. Afþvítilefni vildi stjórn Harmonikufélags Vestfjarða heiðra hann á látlausan hátt. Eins og tíðkast eru afmælisbörnum færð blóm af slíkum tilefnum og það gerðum við, færðum honum sumarblóm í garðinn, afskorin blóm væru löngu fallin en þessi eru enn í fullum skrúða í garðinum hans Villa Valla í Silfurgötunni nú síðla ágúst mánaðar. Stjórnin bauð Villa Valla einnig í kaffi-bíltúr til Flateyrar þaðan sem hann óx úr grasi, það leist honum vel á. Við fórum í þessa ferð á smárútu sem Sófus Magnússon lagði okkur til. Bryggjukaffi, hið Baldur Geirmunds ogMagnús Reynir taka lagið með afinœlisbarninu notalega kaffihús þeirra Flateyringa, opnaði dyr sínar fyrir okkur og báru fram kaffí og vöfflur. Magnús Reynir tók með sér bassann og Baldur með nikkuna og auðvitað var níræða afmælisbarnið með sína nikku. Spiluð þeir af miklu íjöri og upphófst söngur og dans í góða stund. Að loknu þessu afmælispartíi var haldið í elstu bókabúð landsins, Bræðurnir Eyjóifsson, sem starfað hefur óslitið frá 1918 á sama stað og rekin af sömu fjölskyldu mann fram af manni. Eyþór Jóvinsson núverandi bóksali er barnabarnabarn eins af stofnendum og má sjá íbúð forfeðra hans eins og skilið var við hana. - Ein af perlum Flateyrar, Eyþór bóksali tók á móti okkur og áttu þeir Villi Valli gott spjall saman um menn og gamlan tíma og góðar sögur flugu, við hin skoðuðum okkur um. Þegar lagt var af stað heimleiðis ók Sófus um þorpið og Villi Valli gerðist leiðsögumaður, rifjaði upp sögur úr uppvextinum. Síðan var ekið heim til Isafjarðar og Villa Valla skilað heim í Silfurgötu klukkan sex, þaðan sem lagt haíði verið í ferðina klukkan tvö. Við í stjórn og varastjórn ásamt mökum nutum þessarar ferðar og erum þess fullviss að það gerði Villi Valli einnig. Isafirði, síðla ágúst mánaðar 2020 F. h. stjórnar Harmonikufélags Vestfjarða, Hafsteinn Vilhjálmsson, formaður. I sól og blíðu við Bryggjukajfið Að sjdlfsögðu var dansinn stiginn í Bryggjukaffi Spáð ogspjallað við Eyþór bóksala Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. Sími 456 3291 - byggdasafn@isafjordur.is - www.nedsti.is 25

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.