Harmonikublaðið - 15.09.2020, Qupperneq 14
p
var aðal harmonikuleikari fjölskyldunnar. Það
var svo árið 1975 þegar faðir minn lést að
móðir mín spurði mig hvort ég gæti ekki reynt
að ná lagi á tvöfalda Hohner nikku, sem hann
hafði látið kaupa fyrir sig nokkrum árum áður,
Ég hélt að hún væri að grínast, hafði aldrei
komið til hugar að reyna að spila á hljóðfæri.
Ég samþykkti þó að reyna þetta. Þar sem ég
er herfilega örvhentur hvarflaði ekki að mér
að hægri höndin kæmi að nokkru gagni við
þetta. Fyrstu vikurnar lék ég því aðeins á
bassann og raulaði undir, „Nú blika við
sólarlag“ og fleira úr þeirri fjölskyldu. Svo fór
ég að reyna með hægri. Þá kom í ljós að þetta
var einn allsherjar misskilningur, sú hægri
virkaði ágætlega.
Gifiting á harmonikumóti í Þrastarskógi
„Upphaf þess fundar var í þeim dúr“, eins og
segir í ljóðinu, að við Guðný Sigurðardóttir
höfðum kynnst á harmonikumóti í
Þrastarskógi, sem blaðið Harmonikan stóð
Félagsmál í FHUR. Dýrmæt vináttubönd
Ég gekk í FHUR, Félag harmonikuunnenda
í Reykjavík, veturinn 1984. A þessum árum
var ég mikið á ferðalögum um landið í
bókasölunni og var ekki mikið sjáanlegur f
félagsstarfinu. Þó kom að því að ég fór að fara
á skemmtanir félagsins og vorið 1989 var ég
síðan kjörinn varamaður í skemmtinefnd.
Síðan þá hefi ég verið að damla þetta í
félagsstarfinu með einstaklega góðu fólki alla
tíð. Það var sitt af hverju brallað á þessum
árum. Skemmtifundir voru haldnir fyrsta
sunnudag í hverjum mánuði yfir veturinn í
Templarahöllinni við Egilsgötu. Eitt af því
sem félagið stóð fyrir var kynning á íslenskum
tónskáldum. Það var einstaklega gaman að
vinna í því. Til þess þurfti að fá góðan
harmonikuleikara til að stofna hljómsveit í
kring um hvert verkefni sem síðan flutti átta
til níu lög eftir tónskáldið, en auk þess varð
að útvega söngvara. Á fjórum árum kynntum
við tónlist eftir 20 íslensk tónskáld. Á þessum
Vindbelgirnir
Saga þeirra nær aftur til aldamótanna. Milli
okkar Hilmars Hjartarsonar hefur verið
vinskapur í rúm þrjátíu ár. Hann hafði alist
upp við tvöfalda nikku, sem fóstri hans lék á
í Steinstúni í Norðurfirði og honum var annt
um að halda þessari spilahefð við. Hann hafði
veitt mér athygli með mína tvöföldu og hvatt
mig til dáða. Upp úr aldamótunum fórum við
að stilla saman strengi. Segja má að allt hafi
þetta fengið á sig einhverja mynd, þegar við
fórum í Árneshrepp, helgina eftir landsmótið
í ísafirði 2002 og héldum dansleik í
samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Við vorum
nokkuð góðir með okkur því með í för voru
tveir harmonikuleikarar, sem voru til í að
hlaupa undir bagga ef á þyrfti að halda. Þetta
voru þeir Bragi Hlíðberg og Ingvar
Hólmgeirsson.
Smám saman þróaðist sambandið og við
fórum að leika saman á dansleikjum hjá
FHUR. Upp kom sú hugmynd að leika
Pétur bróðir, Helga Jóhanna systir og ritstjórinn
Frumraun Vindbelgjanna í Trékyllisvík ásamt Magnúsi gítarleikara
fyrir árið 1995. Við rugluðum saman reitum
okkar í vetrarbyrjun það ár. Á vordögum 1997
kviknaði sú hugmynd að við myndum gifta
okkur um sumarið. Við vorum sammála um
að hafa þetta ekki hefðbundið. Eftir að hafa
ráðfært okkur við mótshaldarana, sem við
vorum tengd ættar- og vináttuböndum varð
það úr að fá séra Pétur Þorsteinsson í Oháða
söfnuðinum til að koma í Þrastarskóg um
verslunarmannahelgina. Þetta varð heljar
mikið ævintýri, sem engir áttu að vita um, en
þjóð veit þá þrír vita. I fyrsta skipti í
Þrastarskógi voru norskir gestir, sem gerðu sitt
til að skapa rétta andrúmsloftið. Athöfnin
tókst vel og fór fram á litlum palli sem tókst
að nýta í verkefnið. Það gekk á með skúrum
þennan dag, fram í mitt Faðirvor, þá stytti
upp. Þetta varð yndislegur dagur í góðra vina
hópi. Síðan höfum við Guðný „arkað vorn
æviveg“ saman. Áður hafði Guðný eignast
fimm stráka og ég eina dóttur og tvær
fósturdætur. Við erum mjög stolt yfir að hafa
verið fyrst til að gifta okkur á harmonikumóti
á íslandi.
árum var ekkert vandamál að finna góða
harmonikuleikara í FHUR, þó þeim hafi
fækkað verulega síðan. Á skemmtifundunum
fékk margur sína eldskírn í að leika fyrir
áheyrendur og var ég þeirra á meðal. Konurnar
í félaginu sáu um að selja gestum veitingar
sem urðu til í eldhúsum þeirra. Maður er
manns gaman og það á svo sannarlega við
harmonikuunnendur.
Starfið í félaginu hefur breyst mikið með
árunum og ekki hefur tekist að halda í við
hækkandi aldur félagsmanna. Starf
skemmdnefndar FHUR hefur einnig breyst
mjög mikið frá upphafi. Þar koma til
erfiðleikar við endurnýjun í félaginu. Einu
sinni gátum við haldið skemmtifundi einu
sinni í mánuði allan veturinn, nema í
desember. Nú telst gott að ná einum. Þrátt
fyrir það höldum við okkar dansleiki á vetrum,
þó þátttakendum hafi fækkað verulega.
Þátttaka mín í félaginu hefur veitt mér ómælda
gleði, auk allra vinanna sem ég hef eignast þar
til lífstíðar. Það er fjársjóður sem ekki rýrnar,
hvað sem á dynur.
nokkur Iög inn á band fyrir afkomendur okkar,
svo þeir hefðu eitthvað annað en karlagrobbið
að styðjast við. Við bárum þessa hugmynd
undir Helga Kristjánsson, sem hafði verið allt
í öllu varðandi tæknimál og tónlistarflutning
hjá FHUR. Helgi hafði leikið með okkur eins
og öllum öðrum hamonikuleikurum í félaginu.
Hann lagði til að við tækjum upp geisladisk.
Hann skyldi sjá um upptökuna enda vanur
maður á ferð. Okkur leist ekki nema miðlungi
vel á hugmyndina, en létum þó tilleiðast,
fengum lánaðan sumarbústað austur í
Grímsnesi til að taka upp haustið 2007 og
gáfum út diskinn veturinn 2008. Það er til
marks um hæfni Helga, að diskurinn hljómar
eins og flinkir tónlistarmenn séu að verki. Þá
hafði ég uppfært tveggja raða harmonikuna í
nýja þriggja raða. Það gaf aðeins meiri
möguleika í hljómum.
Við Hilmar höfum leikið á dansleikjum
FHUR og komið fram fyrir hönd félagsins á
nokkrum landsmótum. Ég er nú óttalega
gamaldags þegar kemur að dansi. Ég hef haldið
mig við þá þriggja raða díatónisku og hún
býður ekki upp á mikið af öðru en gömlu
14