Almanak skólabarna - 01.01.1952, Blaðsíða 40

Almanak skólabarna - 01.01.1952, Blaðsíða 40
38 heyra. — Aðrir hafa aðeins raun af há- vaða mælgi þinni, og telja hana bera vott um lélegt uppeldi og skort á háttvísi. III. Á heimleið. 1) Það er leiðinda ávawi að venja sig á slæp- ingshátt á heimleið. Mundu að mamma veit, hvenær þú ert búinn í skólanum, eða hættir vinnu. Hún veit því, hvenær þú getur verið kominn heim, og verður eðlilega hrædd um þig, ef það bregst. 2) Öll hin sömu atriði, sem minnst er á í kafl- anum „A leið að heiman“ þarft þú ávallt að hafa rikt í huga á heimleiðinni. IV. Er ég kem heim. 1) Heilsaðu foreldrum þínum og heimilisfólki glaðlega strax og þú kemur heim. Ef byrjað er að borða, vendu þig þá á að segja við fólkið: „Verði ykkur að góðu“. 2) Settu dót þitt frá þér á sinn stað, og taktu mataröskjuna þína upp úr töslcunni, og settu hana á éldhúsborðið, til þess að hún verði þvegin upp með borðbúnaðinum.

x

Almanak skólabarna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak skólabarna
https://timarit.is/publication/1791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.