Kirkjublaðið - 17.12.1945, Page 7

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Page 7
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 5 Hermann Gunnarsson stud. theol.: „Heims um Senn nálgast jólin. Fyrstu jólin um margra ára skeið, sem voldugustu þjóðir heimsins berast ekki á banaspjót. Á undanförnum jólum hafa öldur haturs og ómenningar skollið ómjúklega á saklausri alþýðu manna. Á undanförnum jólum hefir öllu þjóðfélags- legu öryggi verið ógnað sökum hefndarstarfsemi og drottnunargirnd fárra einræðissinnaðra harðstjóra og menningarfjenda, sem hafa metið framar eigin hags- muni en hagsmuni alls þorra mannkynsins, kosið fremur að þjóna sjúklegum hvötum sínum og eyði- leggja menningarstarf margra alda en að hlífa mann- kyninu við þeim hræðilegustu ógnum styrjaldar og mannfórna, sem nokkru sinni hefir komið yfir það. Engu hefir verið þyrmt. Konur og börn hafa verið myrt, óhugnanlegur fjöldi heimila hafa verið lögð í rústir, kirkjur hafa verið eyðilagðar og helgum hlut- um kastað á glæ. Og oss verður ósjálfrátt á að spyrja: Hafa þá nokkurn tíma verið haldin jól í öll þessi ár? Hefir ekki allt, sem er heilagt og fagurt, orðið að víkja fyrir siðleysi og ómannúð ríkjandi styrjaldar? Það er von vér spyrjum. En þrátt fyrir allt hafa þó verið haldin jól ár hvert, þótt jólagleðin hafi verið beizkju blandin. Þúsundir manna og kvenna hafa á hverjum jólum þessara % helg eru jóla styrjaldarára mátt sjá á bak hjartfólgnustu ástvin- um sínum, sem annaðhvort hafa fallið fyrir vopnum óvina eða hlotið enn verri örlög. Þúsundir manna og kvenna hafa hlotið svo djúp sár, að enginn mannlegur máttur fær þau grædd, sár, sem blæða án afláts nótt og dag. Og á allt þetta hefir kirkjan, þjónn réttlætisins og boðberi hins eina sanna málefnis, orðið að horfa á án þess að geta hindrað það, þrátt fyrir góðan og einlægan vilja. Nú er að vísu friður kominn á milli hinna stærstu heimsvelda, dagur kominn eftir langa og heldimma nótt. En þó er þessi dagur ekki laus við ský ófriðar og hörmunga. Enn berast menn á banaspjót, og enn eru flestar þjóðir heims flakandi í sárum. Verkefnin eru alls staðar, sem bíða skjótra úr- lausna dugandi kærleikshanda. Enginn má skerast úr leik. Allir verða að leggja eitthvað af mörkum til endurreisnar og eflingar friðarins, friðar milli þjóða, friðar í hvers manns sál. Þótt hugtakið — friður á jörðu — sé enn í óra- fjarlægð er það þó markmiðið, sem stefna ber að... Og nú, er vér hugsum til þessara jóla, minnumst vér margs. Þegar vetur ríkir í almætti sínu, og myrkur skamm- degisins grúfir yfir láð og legi, koma jólin, til þess að vér gleymum myrkrinu, og flytja birtu og yl inn í hugi vora og beina þeim ofar öllu skammdegi. Vér hugsum fyrst til hins sögulega atburðar, er gerðist á jólanóttina, fæiðngu Jesú Krists. Þessi at- burður flutti gleði og fögnuð fjárhirðunum, sem gættu hjarða sinna, og enn flytur hann oss öllum gleði og fögnuð gegn um aldaraðir. Og enn er jafn bjart um þennan atburð sem hann hefði gerst í gær. Enn óma raddir hirðanna skýrum rómi, er þeir lofuðu og vegsömuðu guð fyrir komu frelsarans. Enn lirífur gleðiboðskapurinn um komu hans oss á vængjum fagnaðar og glæstra vona og flytur oss nær sól og sumri. Um sérhver jól endurhljómar sál vor raddir liðinna ára og seiðir fram minningarnar um jól bernsku vorrar, úr djúpum hugans. Vér minnumst án efa öll jólanna sem fagurra stunda. Minningarnar bergmála fagran söng og gleði, og vér tökum undir með lista-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.