Kirkjublaðið - 17.12.1945, Blaðsíða 21
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
19
Kristján Bjarnason stud. theol.:
ÁHRIF KIRKJUNNAR
Maður heyrir oft talað um það, bæði af þeim, sem
hafa áhuga á málefnum kirkjunnar og öðrum, sem
láta sér minna skipta gengi hennar, hversu máttur
hennar sé þrotinn og gengi hennar lítið. Er ekki trútt
um, að það hlakki í sumum út af þessari hnignun.
En ég er hrædur um, að þetta stöðuga umtal um
hnignun áhrifa kirkjunnar hafi leitt til þes, að menn
hafi, að órannsökuðu máli, álitið mátt hennar og
áhrif minni en hann reynist vera við nánari rann-
sókn og íhugun.
Það væri því ekki úr leið að nema örlítið staðar
og líta um öxl yfir farinn veg kirkjunnar á umliðn-
um tímum og athuga, hvort hún hafi ekki látið eftir
sig spor á leið sinni gegnum aldirnar, spor, sem
sýna, að kirkjan hefur ekki verið ónýtur þáttur í
framþróun mannkynsins, og að áhrif hennar þjóð-
unum til heilla séu víðtæk og sterk, og að þessi
áhrif sýni það og sanni, að mannkynið geti öllu öðru
síður verið án kirkjunnar og áhrifa hennar.
Kirkja Krists er nú búin að starfa í fullar nítján
aldir, og kann manni að finnast það nokkuð langur
tími, þegar við miðum hann við hiria skömmu æfi
okkar einstaklinganna, sem viljum helzt fá öllum
þeim hugsjónum, er við eygjum og álítum að til
góðs megi verða, framgengt á þessum skamma tíma,
sem við fáum að dvelja hér í heimi. En ef við mið-
um þessar aldir við hina löngu ævi mannkynsins,
þá verða þær ekki nema örlítið og lítt eygjanlegt
brot á þróunarbraut þess. En þótt þessi tími frá
fyrsta skrefi kristninnar sé ekki langur tími frá
þessum sjónarhóli séð, þá er hann þó spölur, og ef
maður gæti ekki komið auga á nein varanleg áhrif
frá kirkj unni eftir þennan tíma, sem hún hefur
starfað, þá væri sjálfsagt ástæða til þess, að áhuga-
menn um kirkjunnar málefni færu að örvænta og
skiljanlegt, að margur maðurinn leggði hendur í
skaut sér og gæfist upp við að flytja boðskap henn-
ar. En sem betur fer, eru áhrif hennar svo mikil,
að þau má greina víðast hvar, sem augum er litið.
Þótt kirkjan, boðberi kristninnar, hafi óneitan-
lega stigið mörg víxlspor um æfina, og framið margt
það, sem betur hefði verið ógert, þá hafa henni aldrei
horfið sjónir á sínu æðsta takmarki, þrátt fyrir allt,
enda myndi kirkjan eflaust vera horfin af sjónar-
sviðinu fyrir öldum síðan, ef hún hefði ekki haft
fram að bera eitthvert háleitt og óvéfengjanlegt
markmið, sem hún aldrei hefur hvikað frá, þrátt
fyrir ýmsar ytri ósamstæður í fari hennar.
Þessi boðskapur, sem kristin kirkja hefur flutt
og aldrei hvikað hið minnsta frá sem sínu háleit-
asta takmarki, er boðskapur Jesú Kiists um lífið og
tilgang þess og þá eiginleika, sem maðurinn verði að
tileinka sér til þess að geta orðið þátttakandi í hinu
sanna og fullkomna lífi. Starf kirkjunnar hefur fyrst
og fremst verið það að framkalla hið góða og göf-
uga í sál mannsins, en útrýma hinu illa, að efla kær-
leika, jafnrétti og bræðralag meðal mannanna.
Það er því mikið og erfitt verk, sem kirkjan hefur
tekið sér fyrir hendur og gert að markmiði sínu.
Þegar þess er gætt, hversu erfiðlega okkur mönn-
unum gengur oft að breyta ýmsum ytri siðum okkar
og venjum, þá þarf engann að undra, þótt illa gangi
að breyta manninum, að framkalla hið kærleiksríka
og góða í sál hans, en bægja á burt hinu illa. Menn
álíta jafnvel oft, að slíkt hljóti að hindra þá í bar-
áttu þeirra fyrir lífsviðurværi og brjóta í bága við
það, sem menn fljótt á litið telja eftirsóknarverðast
í lífinu. En við dýpri yfirvegun munu þó flestir kom-