Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 23
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
21
og allskonar hermennskukurteisi, heldur sýnd fyrir-
litning, settir í fangelsi og látnar bíða dóms. Ekki er
því að neita, að þessar aðfarir eru að ýmsu leyti nýjar
og óþekktar í sögunni. En þær sýna þó glöggt, að þjóð-
irnar eru farnar að skoða styrjaldir svoalgjörlegaóaf-
sakanlegar, að þeir, sem taldir eru að hafa komið
þeim af stað, verðskuldi ekki heiður og virðingu eins
og áður hefur þótt sjálfsagt, heldur beri að með-
höndla þá sem stórafbrotamenn, er verðskuldi dóm.
Iívort þessi aðferð er heppileg, ætla ég ekki að leggja
neinn dóm á hér.
Þetta sýnir, að jafnvel í gegnum hörmungar
styrjaldarinnar má þó eygja viljann til fullkomins
friðar. Auk þessa veit maður um ótal öfl, sem kapp-
samlega hafa unnið og vinna að því að græða sárin
og lina þrautir þeirra, sem á einhvern hátt hafa
orðið hart úti af völdum þessa ófagnaðar. í sumum
þessum störfum hefur kirkjan tekið beinan þátt í,
en þótt svo sé ekki, þá er þó sá andi, sem á bak við
slík mannúðar og kærleikans verk býr, kominn frá
kirkjunni og hvergi annarstaðar frá.
Þannig má sjá meiri eða minni áhrif í lífi og starfi
flestra manna, er rekja má til kirkjunnar. Menn
mynda allskonar samtök, sem ætlað er að ná inn á
ýms svið þjóðlífsins með kenningar kirkjunnar. Sum
eru kannske stofnuð fyrir tilstilli hennar, svo að
fólk gerir sér grein fyrir sambandi þeirra við hana.
Önnur eru aftur á móti stofnuð án nokkurra sýni-
legra tengsla við kirkjuna, en eru þó í anda tengd
henni, af því að þau starfa á grundvelli, sem hún
hefur lagt.
Jafnvel innan stjórnmálaflokkanna gætir ekki svo
lítið áhrifa kirkjunnar. Þótt ekki sé hægt að neita
því, að baráttuaðferðir þeirra séu ekki alltaf sem
kristilegastar, þá má þó segja, að þeir keppist hver
um annan þveran að hafa boðskap hennar um jafn-
rétti, mannúð og mannréttindi á stefnuskrá sinni.
Og svo eru áhrif kirkjunnar orðin ríkjandi í hugum
manna, að það myndi tæpast blása byrlega fyrir þeim
stjórnmálaflokki, sem teldi það ekki skyldu sína að
starfa í þeim anda.
Maður rekur sig á fjölda manna, sem hafa komið
þeirri hugsun inn hjá sér, að þeir fyrirlíti kirkj-
una og telja allar hennar kenningar bábiljur einar.
En þessir menn ganga þó oft býsna vel fram í því
að framkvæma boðskap hennar. En þeir gera sér
ekki grein fyrir því, að hinar fögruhugsjónir, semþeir
eru að berjast fyrir, eiga dýpstu rót sína að rekja
þangað, og að þeir myndu geta framkvæmt þær með
betri árangri, ef þeir gerðu sér grein fyrir því.
Þannig mætti lengi telja og benda á meiri eða
minni áhrif kirkju og kristni hjá flestum mönnum
og á flestum sviðum þjóðlífsins, og oft jafnvel þar,
sem þess mætti sízt vænta. Það er þvi hæpið að
dæma áhrif kirkjunnar eingöngu eftir því, hversu
vel menn sækja kirkjur, enda er núna hægt að flytja
boðskap hennar á fleiri vegu en áður var.
Það er vissulega fjarri mér að ætla að halda því
fram, að áhrif kirkjunnar séu eins mikil eins og þau
gætu verið og þurfi að vera, og að ekki sé full þörf að
efla þau. Auðvitað þarf kirkjan að vinna kappsamlega
að því að efla störf sín og áhrif, svo að þau megi
berast með krafti inn í hug sérhvers manns, svo að
hann bindist órjúfandi böndum við hana. En ég álít
þó, að aðal meinið í sambandi við kirkjuna nú á tím-
urn sé ekki fyrst og fremst það, hversu áhrifa hennar
gætir lítið, eins og margir vilja halda fram, heldur
fyrst og fremst það, að kirkjan hefur ekki megnað
að fá menn til þess að gera sér fulla grein fyrir því,
hversu mikil áhrif boðskapur hennar hefur haft og
hefur enn á líf þeirra og störf.
Menn þurfa að gera sér grein fyrir því, að innan
kirkjunnar er að finna uppsprettu allra þeirra göf-
ugustu og háleitustu hugsjóna, sem menn eru að
reyna að tileinka sér. En maðurinn mun aldrei geta
tileinkað sér þessar hugsjónir til fulls og þar með
notið lífsins í sinni fullkomnustu mynd, nema hann
geri sér grein fyrir þörf sinni á boðskap Krists,
sem kirkjan flytur.
Vetur.