Kirkjublaðið - 17.12.1945, Qupperneq 25

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Qupperneq 25
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 23 Grétar Fells: Hverju er að tapa? Því er stundum haldið fram, og að því er virðist oft í fullri alvöru, að þessi heimur hinna jarðnesku skynfæra eigi að vera oss mönnunum allt eða því sem næst. Hann er oss næstur og á því að vera aðal- viðfangsefni vort, að svo miklu leyti sem oss er það vinnandi vegur að láta þar eitthvað til vor taka. Hvað kemur oss það við, hvort til eru aðrir svo- kallaðir æðri eða ósýnilegir heimar, hvort vér lif- um eftir dauðann, hvort Guð er til, hver muni vera tilgangur lífsins og þar fram eftir götunum ? — Allar bollaleggingar um þessi efni eru algjörlega ónauð- synlegar og eiginlega skaðlegar, vegna þess að þær draga athyglina frá þessum heimi og viðfangsefnum hans, auk þess sem þær gera venjulega þá menn, er við þær fást að nokkru ráði, deigari til sóknar og varnar í pólitískri dægurbaráttu og í atvinnulífinu yfirleitt. Þær gera menn með öðrum orðum dáðlaus- ari í þessum heimi. Auk þess er mjög örðugt, ef ekki ómögulegt, að öðlast nokkra óyggjandi vissu í þess- um efnum, en jafnvel þótt það væri unnt, á alls ekki að ýta undir neinar tilraunir í þessa átt, vegna þess að það er allt annað, sem á að ganga fyrir. I þessu sambandi er og gert mikið að því, að gera þá menn, sem sinna því, Sem ekki er af þessum heimi, tor- tryggilega á ýmsa lund. Þeir eru nefndir „hjátrúar- postular", „skýjaglópar“, „draumóramenn“ og öðrum svipuðum nöfnum, og má reyndar segja, að þeir sleppi vel, ef þeir fá ekki önnur verri nöfn, svo sem „stórlygarar“, óþokkar eða eitthvað þess háttar. Skulum vér nú reyna að gera oss grein fyrir því, hvað muni vera hið rétta í þessu efni. Það er vissu- lega þess vert, því það skiptir ekki litlu máli, hvort menn eru svo rammáttaviltir um lífsstefnu, eins og stundum er lialdið fram að þeir menn séu, sem sinna mjög því, sem kallað er andleg mál. Vil ég því byrja á því að varpa fram fullyrðingu, sem ég þarf ekki að rökstyðja, vegna þess að hún er viðurkennd stað- reynd af öllum jafnt, en hún er á þessa leið: Allir menn munu einhvern tíma deyja! Hinir gallhörðustu og rétttrúuðustu jarðhyggjumenn komast ekki undan þeim örlögum fremur en aðrir. Ég skal geta þess, til að fyrirbyggja misskilning, að ég nota yfirleitt ekki orðið efnishyggja eða efnis- hyggjumenn, heldur orðin jarðhyggja og jarðhyggju- menn, vegna þess, að margir af þeim mönnum, sem telja sig andlega sinnaða, og eru taldir andlega sinn- aðir, eru í raun og veru efnishyggjumenn, enda þótt það efni, sem þeir trúa á og dýrka, sé fíngerðara en hið jarðneska efni. Orðið jarðhyggja táknar hið þrönga sjóarsvið allra þeirra manna, sem engin önn- ur áhugamál hafa en þau, sem eingöngu eru bundin við þessa jörð.Augu þeirra staðnæmast við moldina, en sjá þó ekki „moldarundrið“, sem Einar Benedikts- son nefnir svo, því að ef þeir sæju það, yrði hin þröngsýna jarðhyggja á sömu stundu ómöguleg. Hún mundi víkja fyrir andlegri skyggni eins og götudrós fyrir hefðarkonu. Skulum vér nú semja svolitla sögu um tvo menn. Annar er jarðhyggjumaður, sem ekkert vill vita um andleg efni. Hann sekkur sér niður í allskonar störf, sem eingöngu eru bundin við hinn jarðneska heim. Sjóndeildarhringurinn er óhjákvæmilega þröngur, og auk þess er hætt við, að hinn jarðneski heimur verði honum, áður en lýkur, full-erfiður, og stafar það að miklu leyti af því, að liann hlýtur að taka hinn jarð- neska heim mjög hátíðlega ,ef ég mætti orða það svo — miklu hátíðlegar en hann á skilið, — vegna þess, að hann er í augum hans hinn eini veruleiki. — Nú deyr þessi maður. Skulum vér gera ráð fyrir því, að þá sé öllu lokið, og að maðurinn sé hættur að vera til. Satt er það að vísu, að ef svo er, þarf ekki að vorkenna hinum dána. Hann hefir að vísu fíflað sjálfan sig á því að meira eða minna leyti að gefa sig á vald því, sem var hégóminn einber, en allar afleiðingar af því eru þurrkaðar út að eilífu! — En nú skulum vér gera ráð fyrir því, svona til mála- mynda, að hinn rétttrúaði jarðhyggjumaður haldi áfram að vera til eftir líkamsdauðann. Þá verð ég að lýsa því yfir, að ég vorkenni honum! Hann stendur þá sem fávís og úrræðalaus sökudólgur frammi fyrir dómstóli lífsins sjálfs, vegna þess, að hann vildi ekki einu sinni fræðast um lífið eftir dauðann, hvað þá meira. — Hann trúði því aldrei, að hann væri sál eða andleg vera, og nú uppgötvar hann, að hann hefir vanrækt hið eina, sem hann mátti ekki vanrækja: — að sjá þörfum þessarar andlegu veru borgið, eftir því sem hann hafði bezt vit á. — Hefði ekki verið viturlegra að gera ráð fvrir þessum möguleika og virða hann að minnsta kosti viðlits? — En nú víkur sögunni að hinum manninum, — „draumóramann-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.