Kirkjublaðið - 17.12.1945, Page 28
26
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
Árni Gíslason:
PRESTURINN OKKAR
Þegar ég ritaði endurminningar mínar í bókina
Gullkistan, sem út kom á s. 1. ári, lét ég hjá líða að
geta sérstaklega um einn útgerðarmanninn hér við
Djúp á þeim tíma, sem frásögn mín tók til. Þessi
maður var séra Sigurður Stefánsson, sem var einn
hinna þjóðkunnustu manna á sinni tíð. Hann stóð
mér skýrast fyrir hugskotssjónum sem prestur okk-
ar Ögursveitunga, og leiðtogi í flestum málum. Ætlaði
ég mér að íúta nokkur orð síðar um séra Sigurð, og
biðja Kirkjublaðið að flytja þau til lesenda sinna.
Ég átti því láni að fagna, að kynnast séra Sigurði
á fyrsta prestsskaparári hans. Vil ég hér leitast við
að lýsa honum nokkuð sem presti, og þeim áhrifum,
sem séra Sigurður hafði á mig — og eflaust fleiri,
sem voru að byrja sjálfstæða lífsbraut, en vorum
enn lítt þroskaðir og ómenntaðir á nútímavísu.
Séra Sigurður Stefánsson vígðist prestur til ögur-
þinga 1881. Var hann nýútskrifaður af Prestaskól-
anum. Séra Sigurður var fyrsta sumarið á Eyri í
Seyðisfirði hjá Guðmundi Bárðarsyni. En eftir nýár
1882 varð hann barnakennari hjá Einari Hálfdáns-
syni hreppstjóra á Hvítanesi. Ég átti að fermast þá
um vorið, og var komið fyrir í skólanum á Hvíta-
nesi. Þar kynntist ég fyrst séra Sigurði, og varð
stórlega hrifinn af gáfum hans og eldmóði.
Séra Þórarinn Kristjánsson í Vatnsfirði hafði
þjónað ögurþingum næst á undan séra Sigurði. Séra
Þórarinn var þá orðinn gamall maður og lítil kirkju-
sókn hjá honum. Á þessu varð snögg breyting við
komu séra Sigurðar. Hann var ungur og glæsilegur.
Ræður hans báru vott miklum gáfum og fluttar af
krafti og mælsku, og urðu menn hrifnir af þeim og
allri framkomu unga prestsins. Sveitungar mínir
hrósuðu happi að hafa fengið slíkan prest. Það happ
varð heldur ekki endasleppt, því séra Sigurður þjón-
aði ögurþingum til dauðadags og undi sér þar bezt.
Fáir prestar munu hafa notið meiri virðingar hjá
sóknarbörnum sínúm. Einu sinni sótti séra Sigurður
um dómkirkjuprestsembættið í Reykjavík, og náði
þar glæsilegri kosningu og var veitt brauðið. En hon-
um fór sem Gunnari á Hlíðarenda, þegar hann átti
að skilja við Fljótshlíðina fögru. Séra Sigurður gat
ekki skilið við eyjuna sína, Vigur, og afþakkaði veit-
inguna og sat kyrr.
Ég vík þá aftur að skólanum í Hvítanesi. Mér er
óhætt að fullyrða, að séra Sigui’ður var hinn ágætasti
barnafræðari. Ilann var strangur en réttsýnn.
Kennsluna byrjaði hann með því að kenna okkur
mannasiði. Lærdómsgreinar okkar voru aðallega
kristinfræði, reikningur og skrift. Hærra var ekki
skrefið. Séra Sigurður lét sér mjög annt um, að við
lærðum og skildum vel, einkum kristindóminn. I sum-
um kennslustundunum hélt hann yfir okkur þrumandi
ræður um trúarleg og andleg efni. Hefðu það verið
dauf eyru, sem ekki tóku eftir og festu í minni heil-
ræði hans og siðalærdóma. Ég hafði lært kverið áður
en ég kom í skólann, þ, e. a. s. ég gat kyrjað kverið
í belg og biðu, en skilningurinn var næsta lítill. Séra
Sigurður lét sér ekki nægja slíka kunnáttu. Hann
spurði rækilega út úr, og vildi vera viss um, að ungl-
ingarnir skildu efnið og tileinkuðu sér það. Þegar
svara skildi út úr fyrstu lexíunni í kverinu, gat ég
ekki svarað. Séra Sigurður sagði þá, að ég skyldi
lesa hana aftur, og gaf mér leiðbeiningar til skiln-
ings um þau atriði, er mest vörðuðu. Næsta dag
hlýddi hann mér yfir, og var ánægður með svör mín.
Við þetta opnaðist mér nýr heimur. Ég sá að ekki
var nóg að geta þulið, hitt var meira vert að reyna
að skilja það sem ég las. Skólinn stóð til Páska, og
varð ipér hin stutta kennsla ómetanleg stoð síðar í
lífinu.
Ég var fermdur um vorið, og er mér fermingar-
dagurinn enn í fersku minni. Það hafði verið venja
til þessa að raða fermingarbörnunum eftir metorða-
stiga foreldranna. Séra Sigurður tók upp þá ný-
breytni, að láta börnin draga um sætin, og þurfti
því engin annan að öfunda. Ég hlaut fyrsta sætið í
fermingarhappdrættinu, og varð þannig fyrsta ferm-
ingarbarn séra Sigurðar. Kirkjan á ögri var þétt-
skipuð fólki og fermingarræðan þótti með ágætum.
Lagði séra Sigurður jafnan mikla alúð í undirbún-
ing fermingarinnar og var strangur í því, að börnin
kynnu vel kristindóminn og hinar sjálfsögðustu náms-
greinar, skrift og reikning. Oft tók séi’a Sigurður
sum fermingarbörnin heim til sín til betri undirbún-
ings, og hafði þau hjá sér viku til hálfsmánaðar
tíma. Við þessa fyrstu fermingu vísaði séra Sigurður
tveimur börnum frá vegna vankunnáttu.
Presturinn minn var nú búinn að kenna mér krist-
indóminn og ferma mig, en eitt átti hann eftir, til