Kirkjublaðið - 17.12.1945, Page 29
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
27
þess að koma mér í mannatölu. Það var að gifta
mig. Og það gerði hann 18. október 1889. Það ár
kvaddi ég ögursveitina kæru og flutti til ísafjarðar.
Ég hefi kynnzt mörgum prestum á lífsleiðinni og
á í þeirra hóp marga vini og kunningja, en endur-
minningin um séra Sigurð Stefánsson er minning
unglingsins, sem bar þá virðingu og traust til læri-
föðursins og prestsins að hún fyrnist 'aldrei. Auk
þess átti ég honum margt gott að þakka. Foreldrar
Þórunn Bjarnadóttir.
mínir voru langa hríð búsett í ögurnesi og því næstu
nábúar Vigurhjónanna, sem reyndust þeim sannir
vinir, ef þau þurftu á hjálp og aðstoð að halda.
Séra Sigurður Stefánsson var fæddur 30. ágúst
1854. útskrifaðist af Prestaskólanum 1881, og vígð-
ist þá til Ögurþinga. 1884 kvæntist hann Þórunni
Bjarnadóttur frá Kjaransstöðum. Frú Þórunn var
mesta myndarkona, góð og hjálpsöm við alla minni
máttar og var samhent manni sínum í að gera garð-
inn frægan. Þau byrjuðu búskap í Vigur og farnaðist
þar með ágætum. Byrjuðu þau búskapinn með litlum
efnum, en bæði voru þau hjón búhöldar, og vel kunni
séra Sigurður með fé að fara, og ekki var hann eftir-
bátur annara um framkvæmdii’. Jafnframt búskapn-
um gerði hann út skip til útróðra í Bolungarvík, og
lét mjög stunda fiskiveiðar heiman frá Vigur. Á-
samt nokkrum sveitungum sínum keypti hann þil-
bát frá Noregi. Var honum haldið úti allmörg ár.
Hann átti og hlut í síldveiðifélagi. Sézt á þessu, að
séra Sigurður lét ekki sitt eftir liggja að halda uppi
þeim hróðri, sem ögursveit naut á mínum yngri ár-
um — og ég vil segja að verðugu.
Árið 1919 hætti séra Sigurður búskap í Vigur.
Hafði hann þá búið þar myndarbúi í 35 ár. Við jörð
og búi tók þá Bjarni, sonur séra Sigurðar, og hefir
hann jafnan verið í röð beztu bænda hér við Djúp.
Séra Sigurður Stefánsson.
Þessar línur mínar ber ekki að skoða sem æfisögu
séra Sigurðar. Saga hans mun eflaust verða rituð
af færari mönnum en mér. Þær eru aðeins minning-
armynd af fyrstu prestsárum hans, eins og hún
mótaðist í hug og hjarta unglings, sem átti því láni
að fagna að njóta leiðsögu hans og persónulegra á-
hrifa. Eflaust geta margir minnst prestsins síns á
sama hátt og ég. Þeir hafa margir verið miklir áhrifa-
menn og kennifeður. Ég trúi því, að fyrirbænir séra
Sigurðar og annara, sem gera þær af heilum hug,
verði til ómetanlegrar blessunar. Þessvegna er enn
bjart um minningu prestsins míns í huga mínum og
okkar ögursveitunga, þótt hann hafi nú hvílt í gröf
sinni nær aldarfjórðung. Hann andaðist 21. apríl 1924.
Guð blessi minningu hans og þeirra prestshjónanna í
Vigur, sem létu svo margt gott af sér leiða í dáð-
ríku lífi.