Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 37
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
35
B ÓKA FR EGNIR
Á þessu ári hafa komið út allmargar bækur, sem
um andleg mál fjalla, og presta og aðra þá, sem
kristindómsmálum unna í þessu landi, mun fýsa að
eignast. Hefði verið gaman að geta þeirra ýmsra
mjög rækilega, því útkomu þeirra, s. s. Sálmabókar-
innar nýju og Vídalínspostillu verður að telja
til merkra viðburða í kirkjulífi landsmanna. En rúm-
ið er takmarkað. Verður því lítið annað gert, en
að nefna bækurnar og vekja athygli á þeim.
Sálmabók til kirkju- og heimasöngs.
Þetta er endurskoðuð útgáfa hinnar eldri sálma-
bókar þjóðkirkjunnar. Að henni hefir unnið undan-
farin ár sérstök nefnd, Sálmabókarnefndin. Eiga
sæti í henni biskup landsins, séra Hermann Hjartar-
son f. prestur að Skútustöðum og séra Jakob Jónsson,
prestur í Reykjavík. Ennfrfemur var um skeið
nefndinni til aðstoðar Jón Magnússon skáld, en hann
andaðist áður en verkinu væri lokið.
f bókinni eru alls 687 sálmar eða 37 sálmum fleira
en í eldri sálmabókinni. Eru þó rniklu fleiri sálmar
nýir í bókinni er þeir sem aukningunni nemur, því
allmargir hinna eldri sálma eru niðurfelldir en aðrir
teknir í þeirra stað.
Það er mikið vandaverk að velja og hafna rétt,
þegar um samningu svona bókar er að ræða, og sýn-
ist þar sitt hverjum — eins og gengur. En yfirleitt
mun þó nefndinni hafa tekizt vel sálmavalið og bókin
hlotið góða dóma.
Gert er ráð fyrir, að þetta verði aðeins bráðabyrgða-
útgáfa, og bókin verði gefin út aftur eftir fá ár, og
þá með þeim breytingum, sem reynslan kann að leiða
í ljós, að hagkvæmar og heppilegar væru.
Bókin er prentuð í ísafoldarprentsmiðju.
Vídalínspostilla.
Þetta er einkar vönduð og fögur útgáfa með mynd
af meistara Jóni og annari af Skálholtsstað eins og
hann leit út á tíð Jóns biskups Vídalíns.
Bókaútgáfa Kristjáns Friðrikssonar gaf bókina út,
en prentun annaðist prentsmiðjan Hólar. Séra Páll
Þorleifsson prestur að Skinnastað ritar ítarlegan for-
mála, en Dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður bjó
bókina undir prentun.
Vídalínspostilla eða „Jónsbók" eins og hún oftast
var kölluð, er sú húslestrarbók, sem vafalaust hefir
mestum vinsældum náð á Islandi, enda höfuð lestr-
arbók þjóðarinnar um aldir. Er og órðkyngi, mælsku
og andagift „meistara Jóns“ viðbrugðið.
Án efa mun margan fýsa að eignast þessa bók.
Biblían í myndum.
Þetta er vönduð og einkar snotur útgáfa af hinum
frægu biblíumyndum Gustavé Doré en textana hefir
valið Dr. Bjarni Jónsson vígslubiskup.
Isafoldarprentsmiðja gefur bókina út, og mun hún
vafalaust verða mörgum kærkomin gjöf nú um jólin.
Með orðsins brandi.
Nokkrar af síðustu prédikunum danska prestsins
og þjóðhetjunnar Kaj Munk.
Kaj Munk er öllum Islendingum þegar kunnur.
Hann var afburða prédikari, einarður og ómyrkur
í máli, eins og þessi bók ber ljósan- vott um.
Séra Sigurbjörn Einarsson dócent þýddi bókina,
en bókagei’ðin Lilja gefur hana út.
Sögur af Jesú frá Nazareth.
Nokkrar valdar frásagnir úr guðspjöllunum, end-
ursagðar við barnahæfi af séra Jakob JónSsyni. Bók-
in er prýdd nokkrum litmyndum.
Af frumsömdum bókum íslenzkum, sem út hafa
komið fyrir jólin og margan mun fýsa að eignast,
má einkum nefna:
Sjósókn.
Endurminningar Erlendar á Breiðabólsstöðum,
skrásettar af séra Jóni Thorarensen.
Símon í Norðurhlíð.
Skáldsaga eftir hina góðkunnu skáldkonu Elin-
borgu Lárusdóttur, er margir munu hafa ánægju af
að lesa.
ódáðahraun
eftir Ólaf Jónsson, mikið verk í þrem bindum. Lýs-
ir þessu víðáttumikla og hrikalegu hrauni og ferðum
um það. Bókin er prýdd fjölda mynda. Bókaútgáfan
Norðri gefur hana út.
Konungurinn á Kálfskinni.
Ný skáldsaga eftir Guðmund G. Hagalín. Stór bók
og myndum prýdd, er margan mun fýsa að eignast
og lesa.
Bláskógar.
Heildarsafn af ljóðum Jóns Magnússonar í þrem
bindum. Vönduð bók að efni og frágangi ’og kær-
komin ljóðavinum.
Fjöldi annara bóka liefir og komið út nú fyrir
jólin og margar þeirra mjög góðar og læsilegar.
Menn haaf því áreiðanlega nóg að lesa um jólin að
þessu sinni. S. V.