Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Blaðsíða 45
Þingið telur, að því opinbera beri að sjá svo um, að
þau bæjar- og sveitafélög, sem ráðizt hafa í togaraút-
gerð til atvinnuaukningar fái nægilegt lánsfé með við-
hlítandi kjörum svo ekki þurfi að koma til stöðvunar
eða sölu skipa vegna skorts á rekstrarfé.
Um kjaramál sjómanna.
Þingið telur rétt, að í nýjum kjarasamningum sjó-
manna verði stefnt að því að farið verði inn á hrein
hundraðshluta skipti, og sjómenn hætti þar með að
taka þátt í hinum ýmsu liðum útgerðarkostnaðar. Enn-
fremur að kauptrygging sjómanna verði ekki lægri en
sem svarar daglaunavinnu verkamanns sem vinnur átta
stundir. Jafnframt verði siómönnum sem st.arfa á úti-
legubátum tryggður með samnineum nauðsvnleeur
hvíldartími og þeir undanþegnir löndun á aflanum.
t>á telur þingið sjálfsagt að í öllum kjarasamninaum
'rerði ákvæði sem tryggir sjómönnum ótvíræðan eignar-
rétt á hlut sínum.
(Jm ríkisútgerð togara.
J3. þing Alþýðusambands Islands skorar á alþingi ao
samþykkja frumvarp Hannibals Valdimarssonar os
Haraldar Guðmundssonar um togaraútgerð ríkisma.
Nefndarálitið var samþykkt með samhljóða atkvæö-
um.
ÍJni sjóferðabækur.
J3. þing A. S. I. skorar á viðkomandi stjórnarvöld 1
íandinu, að sá háttur verði aftur upptekinn, að hver
sá maður, sem lögskráður er á skip, fái sjóferðabók.
Tillagan frá Sjómannafélagi Reykjavíkur.
43