Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Blaðsíða 48
sonar og Áka Jakobssonar um að sjómönnum og öðru
verkafólki verði við útreikning skatta veittur frádráttur
af tekjum sínum fyrir hlífðarfötum.
Tillagan flutt af Tryggva Helgasyni o. fl.
Um fjárframlög til hlutatryggingasjóðs.
23. þing Alþýðusambands Islands skorar á Alþingi
að veitt verði á fjárlögum fyrir árið 1953 til hluta-
tryggingasjóðs og nemi það ekki lægri upphæð en þeirri
sem greitt var úr sjóðnum á þessu ári vegna síldarver-
tíðarinnar s. 1. sumar.
Tillagan flutt af Sigfúsi Bjarnasyni, Ólafi Sigurðs-
syni o. fl.
FRÁ VIÐSKIPTAMÁLANEFND.
Um innflutning og álagningu vara.
Hin síðari árin hefur reynslan orðið sú, að milli-
ríkjaverzlunin byggist æ meir á vöruskiptum, og í
flestum tilfellum eru þær vörur, sem þannig fást, mun
dýrari en þær vörur, sem hægt er að kaupa í frjálsum
viðskiptum. Þá telur þingið fyllstu nauðsyn til að ekki
verði leyfður innflutningur gegn frjálsum gjaldeyri,
(ekki bátagjaldeyri) nema á nauðsynjavöru sem ekki er
hægt að framleiða í landinu sjálfu, svo og til kaupa á
nauðsynlegum hráefnum til iðnaðarins.
Vegna síhækkandi vöruverðs bæði vegna þess, að
varan hækkar á erlendum markaði, svo og vegna þess,
hvað mikið af vörum er flutt inn á frjálsum gjaldeyri
bátaútvegsins og kaupmenn miða álagningu sína í %
vís miðað við tollafgreitt verð varanna, þá hefir álagn-
46