Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Blaðsíða 55
taldar vindur og sjólag, sé ávallt leitað umsagna
skipshafna, á skipum sem eru á nálægum slóðum,
til samanburðar á vinnuskilyrðum, þegar slysið
skeði.
5. Að í hvívetna sem sannast að slys orsakast af van-
gá eða vanrækslu skipstjórnarmanna eða annarra
skipsmanna, séu þau mál látin ganga til dómsúr-
skurðar.
6. Ef einhver framantalin atriði hafa ekki stoð í lög-
um, er skorað á stjórnarvöldin að setja slík ákvæði
í lög.
Önnur mál varðandi öryggi.
a) 23. þing A. S. I. ályktar að skora á stjórnarvöld
.landsins, að þau sjái um, að farið sé eftir merkjum þeim,
sem sett eru á skip, til að fyrirbyggja ofhleðslu.
b) 23. þing A. S. I. vítir þann drátt, sem orðið hefur á
framkvæmd laga um öryggi á vinnustað, og skorar á
viðkomandi ráðherra að láta lögin koma til fram-
kvæmda nú þegar.
c) 23. þing A. S. í. skorar á alþingi það er nú situr, að
skylda útgerðarmenn með lögum til að hafa rafvirkja
á öllum mótorknúnum kaupskipum í utanlandssigl-
ingum.
d) 23. þing A. S. í. skorar á viðkomandi ráðherra að
sjá svo um að skýrt komi fram í reglugerð með lögum um
öryggisráðstafanir á vinnustöðum, að skylt sé að hafa
vélstjóra við vélgæzlu í verksmiðjum svo sem fyrsti-
53