Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 55

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 55
taldar vindur og sjólag, sé ávallt leitað umsagna skipshafna, á skipum sem eru á nálægum slóðum, til samanburðar á vinnuskilyrðum, þegar slysið skeði. 5. Að í hvívetna sem sannast að slys orsakast af van- gá eða vanrækslu skipstjórnarmanna eða annarra skipsmanna, séu þau mál látin ganga til dómsúr- skurðar. 6. Ef einhver framantalin atriði hafa ekki stoð í lög- um, er skorað á stjórnarvöldin að setja slík ákvæði í lög. Önnur mál varðandi öryggi. a) 23. þing A. S. I. ályktar að skora á stjórnarvöld .landsins, að þau sjái um, að farið sé eftir merkjum þeim, sem sett eru á skip, til að fyrirbyggja ofhleðslu. b) 23. þing A. S. I. vítir þann drátt, sem orðið hefur á framkvæmd laga um öryggi á vinnustað, og skorar á viðkomandi ráðherra að láta lögin koma til fram- kvæmda nú þegar. c) 23. þing A. S. í. skorar á alþingi það er nú situr, að skylda útgerðarmenn með lögum til að hafa rafvirkja á öllum mótorknúnum kaupskipum í utanlandssigl- ingum. d) 23. þing A. S. í. skorar á viðkomandi ráðherra að sjá svo um að skýrt komi fram í reglugerð með lögum um öryggisráðstafanir á vinnustöðum, að skylt sé að hafa vélstjóra við vélgæzlu í verksmiðjum svo sem fyrsti- 53

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.