Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Blaðsíða 62
ingar og sömuleiðis frumvarp um breytingar á orlofs-
lögum.
Um brottrekstur þriggja manna úr vinnu.
23. þing A. S. I. fordæmir brottrekstur hinna þriggja
forustumanna Félags járniðnaðarmanna í Héðni og
samþykkir að hlutast til um að þeir fái fulla leiðrétt-
ingu mála sinna.
FRÁ SKIPULAGS- OG LAGANEFND.
Þingið samþykkir að kjósa 5 manna milliþinganefnd
í skipulagsmálum með samkomulagi eins og þingnefnd-
irnar og athugi hún einkum möguleika á:
1. Landssamböndum eftir starfsgreinum.
2. Skýrari ákvæðum en nú eru varðandi réttindi manna
í verkalýðsfélögum, með þá reglu í huga, að sérhver
einstaklingur sé skipulagsbundinn í því stéttarfélagi,
er með samninga fer í starfsgrein þeirri, er hann
vinnur í hverju sinni.
3. Breytingu á skipulagi verkalýðssamtaka í dreifbýli
þann veg, að þau verði hrein samtök launþega með
réttri hlutdeild í starfi heildarsamtakanna.
Þar til gengið hefur verið frá lagabreytingum í þá
átt, sem hér hefur verið lýst, samþykkir þingið að
ekki skuli tekin fleiri hreppafélög í sambandið en orðið
er, enda eigi launþegar innkvæmt í næsta starfandi
sambandsfélag innan sömu sýslu, eftir nánari vísbend-
ingu sambandsstjórnar.
Ekki sé framvegis nema eitt dreifbýlisfélag, sömu
starfsgreinar í sömu sýslu, þar sem staðhættir ekki
60