Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Síða 12

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Síða 12
velkomna. Ég vil leyfa mér að bjóða sérstaklega velkominn til okkar Bill Jordan, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga. Aðrir góðir gestir sem við bjóðum velkomna eru Tom Saxén, fram- kvæmdastjóri Norræna verkalýðssambandsins - NFS; Finn Sörensen, Danska alþýðusambandinu; Bente N. Halvorsen, Norska alþýðusambandinu; Ulla Lindquist, Sænska alþýðusambandinu; Christer Björkstrand, Finnska alþýðu- sambandinu; Sæmundur Arnason, formaður Félags bókagerðarmanna; Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB; Björk Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna; Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands; Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands; Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna; Þórunn Daðadóttir, frá Iðnnemasambandi Islands; Helgi Seljan, framkvæmdastjóri Öryrkjabanda- lagsins og Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara. Bene- dikt er einnig fyrrverandi forseti Alþýðusambands Islands og er því sérstakur gestur okkar sem slíkur ásamt þeim Snorra Jónssyni og Asmundi Stefánssyni. Aður en við snúum okkur að verkefnum þingsins vil ég við upphaf þessar- ar samkomu minnast þeirra félaga okkar sem látist hafa frá því við komum síð- ast saman til þings. Ég ætla ekki að nefna nöfn þeirra en vil þó geta eins þeir- ra sérstaklega en hann var einmitt einn góðra gesta við setningu síðasta þings ASI: Helga Hannessonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambandsins, sem féll frá síðla árs 1998. Helgi átti um langt árabil þátt í að móta starf og stefnu verka- lýðshreyfingarinnar. Hann var einn af forystumönnum hennar á Vestfjörðum áður en hann tók við forystu í Alþýðusambandinu á mjög erfiðum tímum, eða árið 1948 þegar atvinnuleysi fór vaxandi og dýrtíð jókst. 1952 stýrði Helgi ASÍ í gegnum eitt víðtækasta verkfall sem háð hefur verið hér á landi. Helgi var verkalýðssinni að upplagi, hafði ríka réttlætiskennd og var tilbúinn að leggja góðum málstað lið. Við skulum minnast allra þeirra félaga okkar sem nú hafa kvatt eftir farsælt starf fyrir hreyfinguna og votta þeim virðingu okkar með því að rísa úr sætum. Þakka ykkur fyrir. Félagar, Samtök launafólks, hér á Islandi sem annars staðar, hafa svo sannarlega verk að vinna og það sífellt mikilvægara. Vinnumarkaðurinn og hagkerfi heimsins verða stöðugt alþjóðlegri. Tækninýjungar valda róttækum breyting- um á vinnu fólks og heilu starfsgreinamar verða til á meðan aðrar hverfa. A slíkum umbrotatímum eykst þörfin fyrir samtakamátt launafólks. Félagsmenn gera auknar kröfur um öflugt starf og þjónustu. Þá skiptir samstarf samtaka launafólks, meðal annars þvert á landamæri, sífellt meira máli. Verkalýðshreyfingin er sem betur fer ekki aðeins að verjast heldur að sækja fram á mörgum vígstöðvum. Alþýðusambandið hefur lagt vaxandi áherslu á 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.