Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Blaðsíða 17
verka. Nú þurfum við nauðsynlega reglur sem vernda vinnandi fólk, menningu
þess og umhverfi. Reglur sem fela í sér að ríki geta ekki boðið fram sitt fólk
til kúgunar með það fyrir augum að ná í erlenda fjárfestingu. Reglur sem snú-
ast ekki um lágmarkslaun í heiminum og ekki um að verja rétt launafólks í þró-
unarríkjunum fyrir samkeppni frá launafólki í þróaðri ríkjum. Þess í stað þurf-
um við reglur sem snúast um að tryggja að viðskipti fórni ekki þeim sem eiga
undir högg að sækja, til þess að auka ríkidæmi þeirra sterku.
Reynslan hefur kennt okkur að ef við viljum að hlustað verði á kröfu okk-
ar um félagslegt réttlæti og að við henni verði brugðist, verðum við í verka-
lýðshreyfingunni að nota styrk okkar á vinnumarkaði til að byggja pólitískt
vald okkar. Það pólitíska vald verður að vera nægjanlega sterkt til að gefa rík-
isstjómum okkar stöðu til að standa uppréttar gagnvart alþjóðlegu fjármagni.
Systur og bræður. Til að svo megi verða, þurfum við að smíða órjúfanlega
hlekki í keðju alþjóðlegrar samstöðu verkalýðshreyfingarinnar, verða stærri,
sterkari og öflugri gerendur í alþjóðavæðingunni. Það er eina leiðin til að við
getum staðið keik gegn hugmyndafræði hennar, ófullkomnu lýðræði og valdi
gráðugra fjölþjóðlegra auðhringa.
Þegar þing Alþjóðasambandsins kom saman fyrr á þessu ári og ræddi þessi
mikilvægu viðfangsefni, var bent á að hreyfing okkar hefur ekki þann hreyf-
anlega alþjóðlega stöðugleika sem þarf til að nýta þessi pólitísku áhrif og sem
gera henni kleift að mæta sveigjanlegu valdi hinna fjölþjóðlegu risa. Þess
vegna ýtti þingið úr vör Arþúsundaverkefninu. Markmið þess er að nýta afl
hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfmgar til að veita andsvar við fyrirbærinu al-
þjóðavæðing. Meðal þeirra spurninga sem við þurfum að finna svörin við em:
Hvernig á að tengja verkalýðsfélög og sambönd og virkja þau í alþjóðlegri
samstöðu?
Hvernig geta verkalýðssamtök í einstökum löndum nýtt þátttökuna í al-
þjóðasamböndunum til að efla eigin styrk?
Hvemig geta þau síðan nýtt styrk sinn til að byggja sterkari verkalýðs-
hreyfingu í heiminum?
Hvemig er hægt að skipuleggja og fá ungt launafólk og fleiri konur til liðs
við hreyfinguna?
Hvemig á að nálgast launafólk í óopinbera geiranum, þeim geira atvinnu-
lífsins sem vex hraðast í öllum heimsálfum?
Hvemig getum við tryggt að konur og ungt fólk í verkalýðshreyfingunni
komist til áhrifa?
En mikilvægasta spurningin sem við þurfurn að svara er þessi: Hvemig
getur verkalýðshreyfing sem fæddist fyrir meira en 200 árum og var skipulögð
til að berjast og vinna sigra í hverju landi fyrir sig, endurskipulagt sjálfa sig til
15