Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Blaðsíða 20
Ögmundur sagði að þó stundum væri deilt, væru markmiðin þó hin sömu í
aðalatriðum, þ.e. að jafna kjörin í þjóðfélaginu, styrkja velferðarsamfélagið,
bæta samfélagsþjónustuna og treysta stöðu launafólks. Þetta og annað sem
samstaða væri um, væri miklu mikilvægara en deilur. Hann benti á sameigin-
legt verkefni sem hefði nýlega verið unnið af þessum samtökum, þ.e. rann-
sóknarskýrslu um skattamál. Hann kvaðst vilja sjá fleiri verkefni af þessu tagi
unnin saman af þessum samtökum og e.t.v. væri tímabært að koma á fót sam-
eiginlegri efnahagsstofnun verkalýðshreyfingarinnar.
Að lokum lagði Ögmundur áherslu á hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í
margvíslegum verkefnum svo sem að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið,
tryggja breyttar áherslur í skattamálum og að taka undir með baráttu aldraðra,
öryrkja og aðstandendum langveikra bama.
Næstur tók til máls Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti ASÍ og for-
maður Landssambands eldri borgara. Hann þakkaði fyrir hönd fyrrverandi for-
seta ASI, Asmundar Stefánssonar og Snorra Jónssonar, fyrir að vera boðið að
tala á þinginu. Jafnframt þakkaði hann fyrir hönd Landssambands eldri borg-
ara fyrir að vera boðið að vera við setninguna og ávarpa þingið. Það lýsti skiln-
ingi á og stuðningi við málstað þeirra. Alls er 51 félag starfandi á landinu, með
um 16.000 félagsmenn. Hann sagði að auk þess að sækjast eftir skilningi og
samvinnu við verkalýðshreyftnguna, sæktust samtök eldri borgara eftir aukn-
um skilningi stjómvalda, þau vilji málefnalega sameiginlega vinnu með ríkinu
um mál aldraðra. Hann benti á að víða væri vandi vegna skorts á aðstöðu fyr-
ir þá sem þurfa á stofnanaþjónustu að halda. Jafnframt benti hann á að marg-
ar eldri konur byggju við bág kjör vegna lítilla réttinda í lífeyrissjóðum. Hann
sagði að samtökin hvettu félagsmenn sína til áframhaldandi virkni í verkalýðs-
hreyfingunni, enda væri samstarfið þama á milli mikilvægt.
18
j