Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 21
Þinghaldið
Þingstaður
39. þing ASI var, eins og áður sagði, haldið í íþróttahúsinu Digranesi í Kópa-
vogi. Þingið sjálft fór fram í íþróttasalnum en fundir nefnda í öðrum salar-
kynnum hússins svo og í kennslustofum Digranesskóla. Starfsmenn ASI und-
irbjuggu þinghaldið og nefndir á vegum miðstjómar sáu um málefnaundirbún-
ing. Nefndimar höfðu skilað af sér vinnu sinni nokkru fyrir þing og miðstjórn
fól forsetum að sjá um að tillögur þeirra yrðu færðar í samræmt form og lagð-
ar fram sem ein heildstæð tillaga. Jafnframt hafði miðstjóm fjallað um þetta
plagg - Helstu áherslur og verkefni ASÍ - á tveimur fundum áður en frá því
var gengið endanlega. Auk málefnaheftisins lá fyrir þinginu hefti þar sem sam-
an voru teknar tillögur miðstjómar að frumvarpi til laga fyrir ASÍ og drög að
samstarfssamningi aðildarfélaga ASÍ. Þessar tillögur voru afrakstur langrar og
mikillar vinnu sem leidd var af forsetum Alþýðusambandsins.
Þingtíðindi, sem komu út í upphafi hvers dags þinghaldsins, voru í ritstjórn
Arnars Guðmundssonar, upplýsingafulltrúa ASI.
Kjörbréfanefnd
Fyrir þingið höfðu eftirtaldir verið skipaðir í kjörbréfanefnd: Kolbeinn Gunn-
arsson, Pétur A. Maack og Oddur Sigurðsson. Nefndin kom saman tvisvar og
fór yfír kjörbréf þingfulltrúanna. Kolbeinn var formaður nefndarinnar og gerði
hann grein fyrir áliti hennar á þinginu. Nefndin lagði fram þrjár tillögur um af-
greiðslu kjörbréfa.
Tillaga l,frá miðstjórn ASÍ:
I samræmi við tillögu miðstjórnar Alþýðusambandsins þann 6. september sl.
og þann hátt sem hafður hefur verið á fyrri þingum Alþýðusambandsins, legg-
ur miðstjórn til að þingið samþykki afbrigði frá 2. málsgrein 28. greinar laga
ASI sbr. 1. málsgrein 41. greinar og 42. greinar þannig að kjörbréf fulltrúa ein-
stakra aðildarfélaga sem ekki sendu skrifstofu ASI skýrslu sína um fjölda full-
gildra félagsmanna um áramótin 1999/2000 fyrir 6. september sl. verði engu
síður samþykkt og fjöldi fulltrúa þeirra verði miðaður við fjölda fullgildra fé-
lagsmanna samkvæmt eldri skýrslum um félagatal.
19