Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 62

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 62
það má einfaldlega ekki dragast lengur ef Alþýðusambandið á áfram að vera sameiningarafl og sameiginlegur vettvangur íslensks launafólks. Þær tillögur um breytt skipulag og starfshætti ASI sem hér eru lagðar fram eru afrakstur ómældrar vinnu við að leita eftir sem víðtækastri sátt. Skipulags- mál ASI hafa verið rædd á öllum sambandsstjórnarfundum sem haldnir hafa verið frá 1996. Forsetar Alþýðusambandsins hafa heimsótt nær öll aðildarfé- lög ASI um land allt til að kalla eftir viðhorfum til skipulagsmálanna og stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Gerð var yfirgripsmikil viðhorfskönnun meðal al- mennings um stöðu verkalýðshreyfingarinnar. A öllum stigum var haft mjög náið samráð við fulltrúa landssambanda og stærstu aðildarfélaga. Fyrir ári síðan voru skipulagsmálin enn og aftur meginefni fundar sam- bandsstjómar ASI og þar var mótuð stefna sem skyldi lögð til grundvallar skipulagsvinnunni í framhaldinu. Sambandsstjórn ASI samþykkti að unnar skyldu heildstæðar tillögur að skipulagi og starfsháttum ASI sem grundvölluð- ust á tveimur skilgreindum meginmarkmiðum: 1. Að allt launafólk eigi aðild að viðurkenndum stéttarfélögum sem upp- fylla grunnskilyrði sem slík félög verða að fullnægja. 2. Að öll stéttarfélög eigi aðild að sterkum heildarsamtökum sem em sam- nefnari og geta komið fram út á við gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekend- um og inn á við til að fylgja því eftir að aðildarfélögin uppfylli þau skilyrði sem eru forsenda aðildar. Auk þess víðtæka samráðs sem ég hef þegar nefnt var ákveðið að leita í smiðju til systursambanda ASI á hinum Norðurlöndunum. í byrjun þessa árs hélt því hópur forystumanna landssambandanna og stærri félaga ASÍ í heim- sókn til Danmerkur og Noregs þar sem rætt var við fulltrúa alþýðusamband- anna og stærstu sambanda. Safnað var margvíslegum upplýsingum sem nýtt- ust vel þegar endanlegar tillögur voru unnar. Tillögur forseta að heildstæðu frumvarpi að nýjum lögum ASÍ, ásamt drög- um að samstarfssamningi voru kynntar á fundi sambandsstjómar og formanna ASI í maí síðastliðnum. Undirtektir voru mjög jákvæðar og fundurinn lýsti stuðningi við að forsetar lykju við gerð tillagnanna og legðu þær fyrir 39. þing ASÍ. Eg ítreka því að sú tillaga sem hér er lögð fyrir þingið er afrakstur mikill- ar vinnu, víðtæks samráðs og málamiðlana milli ólíkra sjónarmiða. Þessi til- laga hefur verið rædd í miðstjóm ASÍ, send öllum aðildarfélögum til umræðu, send öllum þingfulltrúum aðildarfélaga ASÍ og kynnt og rædd á fjölda undir- búningsfunda fyrir þing ASI um land allt. Meginmarkmið tillögunnar er einfaldara og skilvirkara Alþýðusamband. Lagðar eru afdráttarlausari línur um hvaða verkefnum ASÍ á að sinna og hvaða 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.