Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 65

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 65
fyrst og fremst þróunarferli og vísaði í skipulagsbreytingar 1958 og 1962 sem læra þyrfti af. Skipulagið ætti að vera tæki til að ná markmiðum sambandsins. Hann sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að skapa sér nýja ásýnd. Með frumvarpinu væri reynt að skjóta nýrri stoð undir ASI með því sem kallað er samstarfssamningur aðildarfélaga ASI og fæli í sér beina samningsskuldbind- ingu milli félaga. Þannig væri hægt að ná ríkari skuldbindingu. Astráður benti á að um væri að ræða heildstætt frumvarp að nýjum lögum, þar sem þau gömlu væru orðin stagbætt. Frumvarpið væri byggt á núgildandi lögum en mörgu breytt og margt sett fram með nýjum hætti. Yrði það að lög- um væri innra samhengi í lögum ASI tryggt. Lögin ættu ekki að vera minja- safn um skipulagshugmyndir liðinna tíma. Varðandi aðild að sambandinu sagði hann vera gert ráð fyrir framhaldi síð- asta þings, landssambönd stéttarfélaga og landsfélög. Hann benti á að atriðið um aðild landsfélaga hefði verið einna mest umdeild í undirbúningi tillagn- anna. ASÍ hafi áfram eftirlit með aðildarfélögum sínum. ASI tryggi að aðildarfé- lög uppfylli lágmarksskyldur. ASÍ aðild væri vottun, trygging fyrir því að fé- lög hefðu sín mál í lagi. Sambandinu væri með lögunum fengið verkfæri til að sinna þessu hlutverki. Réttur til íhlutunar og beinna aðgerða væri tryggður (11. gr.). Réttur ASI til að leggja tillögur beint fyrir félagsmenn væri tryggður, í neyð væri hægt að setja félagi tilsjónarmann að loknu ákveðnu ferli. Astráður nefndi einnig að gert væri ráð fyrir nýrri meðferð ágreiningsmála þar sem ferlið hafi ekki virkað sem skyldi hingað til. I meðferð ágreiningsmála er vísað í samstarfssamning og gert ráð fyrir (lOgr.) að með ágreiningsmál milli aðildarfélaga verði farið á þann hátt sem félögin koma sér saman urn í samstarfssamningi. Félögin fái í samstarfssamningi heimild til að fá ágreining lagðan í gerð til úrlausnar. Félögin leysi því sín mál og þau mál sem miðstjórn getur ekki leyst úr lenda síður á hennar borði. Ef frumvarpið verður að lögum heyra ASI þing sögunni til og í stað þeirra kæmi ársfundur. Með því telur forysta ASI unnt að ná fram skilvísari stjórnun með styttri fundum og afmarkaðri viðfangsefnum. Fulltrúum verður fækkað og þar með dregur úr kostnaði. Stjórnkerfið yrði einfaldara og engin sam- bandsstjórn. Mögulegt yrði að þróa mál sambandsins örar en í dag. Ástráður sagði að hugmyndin væri sú að kosnir yrðu fulltrúar á ársfund (30. gr.), öll aðildarfélög ættu rétt á a.m.k. einum fulltrúa en félög með fleiri en 200 félagsmenn ættu rétt á einum fulltrúa fyrir hverja 200-1000 félags- menn. Þau félög sem hafa fleiri en 1000 félagsmenn ættu rétt á einum fulltrúa fyrir hverja 400 félagsmenn. Atkvæðavægi félaga réðist af fjölda fullgreiðandi félagsmanna og gjaldfrjálsra. Atkvæðavægi mætti skipta á milli færri ársfund- 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.