Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Síða 68
gerði athugasemdir við málsmeðferð og 11. grein lagafrumvarps. Jafnframt
tóku til máls Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ og Ástráður Haraldsson.
Báðir svöruðu fyrirspumum.
Eftirfarandi tillögur bárust og var vísað til þingnefndar:
Sigurður Bessason, Eflingu - stéttarfélagi, gerði tillögur um breytingar á
9. grein frumvarpsins þar sem dregið væri úr vægi stéttarfélaga og hún ýtti
undir miðstýringu. Enn fremur að skynsamlegra væri að fá reynslu á sam-
starfssamninginn áður en hann verði formfestur í lögum. Jafnframt var gerð
tillaga um að breyta 3. grein til samræmis við núgildandi lög, 4. grein. Einnig
lagði hann til að 10. grein félli út. Gerði hann jafnframt tillögu um breytingu
á 11., 14., 15. og 20. grein lagafrumvarpsins.
Orn Friðriksson, Félagi járniðnaðarmanna gerði tillögu um breytingu á 3.
grein, þess efnis að verkefnin verði skilgreind sem atvinnu-, mennta-, um-
hverfis- og kjaramál.
Pétur Sigurðsson, Verkalýðsfélaginu Baldri á Isafirði, mælti fyrir breyt-
ingartillögu við frumvarpið, 5. grein. Lagði hann til að við greinina yrði bætt
e-lið, heimild um svæðasambönd.
Signý Jóhannsdóttir, Vlf. Vöku, Siglufírði, lagði til að síðasta málsgrein
30. greinar, um fulltrúakjör og atkvæðavægi félli út.
Tillögur þingnefndar
Örn Friðriksson kynnti tillögur laga- og skipulagsnefndar. Nefndin hélt tvo
fundi. í starfi nefndarinnar tóku þátt um 50 þingfulltrúar. Nefndin fjallaði um
tillögu miðstjórnar og þær breytingartillögur sem kynntar voru við fyrri um-
ræðu. Auk þess var fjallað um hvort hægt væri að taka til meðferðar tillögu
Óskars Stefánssonar um beina aðild. Sú tillaga kom fram eftir tilskilinn tíma
og var því ekki tekin efnisleg afstaða til hennar.
Nefndin lagði til að hugtakinu svæðasamband verði bætt í 5. grein, sbr. til-
lögu Péturs Sigurðssonar. Jafnframt lagði hún til breytingar á 3., 4., 5., 9., 10.,
11., 14., 15., 16., 17., 18., 19., og 20. grein lagafrumvarpsins. Þessar tillögur
voru unnar í samráði við breytingartillögur sem Sigurður Bessason og Öm
Friðriksson fluttu við fyrri umræðu. Nefndin lagði til að breytingartillaga
Signýjar Jóhannesdóttur yrði felld.
Signý Jóhannesdóttir kynnti álit minnihluta nefndarinnar sem ítrekaði
fyrri tillögu Signýjar.
Til máls tóku: Hrafnkell A. Jónsson, Verkalýðsfélagi Fljótsdalshéraðs og
Borgarfjarðar, Jón Guðmundsson, Vmf. Fram á Seyðisfirði, Ingibjörg R.
Guðmundsdóttir, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, Hervar Gunnarsson,
66