Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Síða 71
máli Ara kom fram að hann teldi hreyfinguna hafa mikla möguleika á að vera
snarpari í umræðu um samfélagið og kjör félagsmanna með þessari nálgun,
því að hún gæfi svigrúm til þess að taka sífellt mið af þeim breytingum sem
ættu sér stað, í stað þess að þurfa að sjá þær fyrir langt fram í tímann.
I ræðu Ara kom fram að ASI ætti að vera pólitískur málsvari hreyfingarinn-
ar allrar en jafnframt að skapa tækifæri til uppbyggingar hæfni og þekkingar á
sviði efnahags- og kjaramála, vinnuréttar og alþjóðamála, þar sem lögð væri
sérstök áhersla á samstarf á Evrópuvettvangi. Alþýðusambandið væri þjón-
ustustofnun fyrir hreyfinguna alla en jafnframt bakhjarl og sameiningartákn
aðildarfélaganna. Þannig væri hlutverk ASI að miðla upplýsingum til félag-
anna, og út á við til samfélagsins alls. Sambandið þurfi jafnframt að styðja við
bakið á félögunum í uppbyggingu hæfni og þekkingar, enda fari kröfumar sem
til þeirra eru gerðar sífellt vaxandi.
Ari lýsti síðan í grófum dráttum innihaldi tillögu miðstjórnar. I því sam-
bandi sagði hann m.a.:
Verkalýðshreyfmgin verður að fylgjast grannt meðframvindu efnahags- og
velferðarmála til að tryggja að launafólk njóti í reynd umsaminna kjara-
og réttindabóta. Þetta hefur í gegnum árin verið stór hluti afokkar starfi,
við höfum alltafverið með trausta hagdeild sem allir hafa tekið mark á og
því þaifað halda áfram.
Til að tryggja góð lífskjör og stöðu launafólks á vinnumarkaði og öflugt at-
vinnulíf til frambúðar verður verkalýðshreyfingin að auka almenna þátt-
töku í starfs- og símenntun. Hún verður að ná því takmarki í samstarfi við
stjórnvöld, atvinnurekendur og menntakerfið að tryggja öllu launafólki,
sérstaklega því með litla menntun að baki, ný tœkifœri til náms.
Alþýðusambandið á áfram að vera leiðandi afl í samstarfi við aðrar þjóð-
ir á Evrópuvettvangi enda ráðast aðstœður og réttindamál á vinnumarkaði
í sífellt ríkari mœli af ákvörðunum sem teknar eru þar. Alþýðusambandið
verður einnig að vera leiðandi í nauðsynlegri umrœðu um það með hvaða
hœtti hagsmunir íslensks launafólks og atvinnulífs verða best tryggðir í
víðtœkara samstarfi Evrópuþjóða.
Alþýðusambandið þarf að fylgja eftir frumkvœði sínu í því að skapa heild-
stœtt réttindakerfi launafólks á vinnumarkaði. Slíkt kerfi er ekki aðeins
mikilvcegt skref í fjölskyldu- og jafnréttismálum heldur á það einnig að
auka öryggi fólks vegna veikinda og slysa, og tryggja hetri rétt til mennt-
unar.
69