Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 72
Að lokum sagði Ari að hreyfingin stæði á tímamótum. Það endurspeglað-
ist í yfirskrift þingsins. Hann kvaðst þess fullviss, að ef gengið yrði frá áhersl-
um þingsins í svipuðum anda og miðstjóm legði til og að það yrði gert í sam-
ræmi við breytingar á skipulagi og starfsháttum sem boðaðar væru í fyrirliggj-
andi lagafrumvarpi, þá væri hreyfingin að skapa sér góðan grunn sem gæti
skilað sér í öflugra og styrkara starfi.
Efnahags-, atvinnu- og kjaramál
Framsögumenn í fyrri umræðu um efnahags-, atvinnu- og kjaramál vom Rann-
veig Sigurðardóttir, hagfræðingur ASI og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, annar
varaforseti ASI.
Rannveig Sigurðardóttir fjallaði m.a. um stöðu efnahags- og kjaramála á
þessari stundu. Það væri ljóst að það yrði samdráttur í efnahagslífinu á næsta
ári. Þó væri erfitt að meta hve mikill hann yrði og hve lengi hann kæmi til með
að vara. Rannveig fjallaði um þróun kjaramála og kaupmáttar síðustu ár. Hún
sýndi gögn sem skýrðu muninn á umsömdum launahækkunum og launavísi-
tölu, en þar er launaskrið tekið með í reikninginn. Þar kom fram að launa-
hækkanir hafa verið talsvert umfram umsamdar hækkanir, þótt erfitt sé að
greina fullkomlega hvort og með hvaða hætti það dreifist á mismunandi hópa.
Því næst fjallaði Rannveig um þann mikla hagvöxt sem við hefðum búið
við undanfarin ár og þau teikn sem eru á lofti um að úr honum dragi á næsta
ári. Hún benti á að viðvarandi hár hagvöxtur framkallaði ofþenslu og ýtti und-
ir verðbólgu. Viðvarandi stöðugur hagvöxtur væri af hinu góða, en ekki svo
mikill að hann leiddi til ofþenslu. Hún fór yfir hættumerkin sem ASÍ benti á
þegar haustið 1998. Þau hefðu ekki gert annað en að verða enn skýrari og al-
varlegri síðan þá. I þessu sambandi ræddi hún um útlán lánastofnana, skuldir
heimila og greiðslubyrði sem hefði aukist um 40% umfram tekjur heimilanna.
Aukinn fjármagnskostnaður væri þegar farinn að koma fram í yfirlitum fyrir-
tækja. Allt þetta sagði hún vera ávísun á greiðsluerfiðleika. Annað alvarlegt
hættumerki væri aukinn viðskiptahalli sem stefndi í 8% af landsframleiðslu.
Viðskiptahalli virtist lögmál í hagkerfinu en hann hefði aldrei verið svona mik-
ill og varað svona lengi. Auk þess skipti máli hvemig hann væri samsettur.
Viðskiptahalli sem byggir á aukinni einkaneyslu væri mun hættulegri og erf-
iðari viðureignar, því hann skilaði ekki tekjum í framtíðinni, eins og viðskipta-
halli sem byggir á fjárfestingum í atvinnurekstri. Jafnframt eru hættumerki í
sambandi við gengið. Seðlabankinn hefur hækkað vexti sjö sinnum á tiltölu-
lega skömmum tíma, til þess að verja gengið. Rannveig sagði erfítt að fullyrða
að þessar aðgerðir dygðu. Hún sagði áhrif þessara hækkana taka nokkum tíma
70