Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Blaðsíða 74
Það væri ljóst að ef samningsforsendur brystu, gætu stéttarfélögin ekki setið
með óbundnar hendur út samningstímann. Hún fór nokkrum orðum um samn-
ingsforsendumar og þá afdráttarlausu skuldbindingu ríkisstjórnarinnar sem
fram kemur í fyrsta hluta fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2001, þ.e. að fylgja
þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið.
Því næst fjallaði Ingibjörg um skattkerfið, barna- og vaxtabætur, atvinnu-
leysisbætur, bætur almannatrygginga og samfélagslega þjónustu ríkis og sveit-
arfélaga, en þessa þætti þyrfti alla að skoða í samhengi þegar meta ætti kjör og
þróun þeirra. Hún ræddi þá vinnu sem lögð hefði verið í kortlagningu tekju-
skattskerfisins frá sjónarhóli launafólks og þá niðurstöðu að jaðaráhrif kerfis-
ins bitnuðu harðast á barnafólki með lágar- og millitekjur. I þessu sambandi
ræddi hún um þróun skattleysismarka og áherslur ASÍ í því sambandi, auk þess
sem hún lagði áherslu á þörfina á að draga úr tekjutengingum barnabóta og að
hækka atvinnuleysisbætur, elli- og örorkulífeyri. I yfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar frá 10. mars 2000 hafi verið komið til móts við sumar af þessum áherslum.
Þessu næst ræddi Ingibjörg um þróun húsnæðiskerfisins og þróunina á hús-
næðismarkaði. Lokun félagslega eignaríbúðakerfisins hefði steypt mörgum
efnaminni fjölskyldum í mikil vandræði. I framhaldi af því fjallaði hún um
framtíð velferðarkerfísins sem byggir á hugmyndinni um réttlæti og samstöðu,
þar sem hver og einn greiðir í sameiginlega sjóði eftir getu og fær stuðning og
aðstoð eftir þörfum, óháð efnahag og aldri. Þessu kerfi hefði verið breytt á
marga lund á undanförnum árum, með aðgerðum í heilbrigðiskerfinu, al-
mannatryggingakerfinu og stuðningi við bamafólk. Þessar breytingar hafi ekki
allar þjónað þeim markmiðum sem verkalýðshreyfingin hefur sett á oddinn og
sumar raunar gert það að verkum að markmiðin eru fjarlægari. Þær hafi haft í
för með sér aukna kostnaðarþátttöku almennings, hækkun bóta hafi verið kippt
úr sambandi við þróun lægstu launa og tekjutenging hafi verið aukin. Afleið-
ingar þessara aðgerða hafi alls ekki verið ígrundaðar nægjanlega vel áður en
þeim hefur verið hrint í framkvæmd. Breytingamar hafi bitnað harðast á þeim
sem síst skyldi.
Ein af tillögunum sem lágu fyrir þinginu var að ASÍ hefji á næsta ári (2001)
ítarlega athugun á samspili almannatryggingakerfisins og lífeyriskerfisins.
Kannanir hafa sýnt að meðal þjóðarinnar er víðtækur stuðningur við velferð-
arkerfið. ASI verður að berjast gegn því að komið verði á fót tvöföldu velferð-
arkerfi, einu fyrir þá sem hafa efni á að borga og öðru fyrir þá sem ekki hafa
það.
Því næst fjallaði Ingibjörg um byggðaþróunina sem hefði skapað víðtæk
vandamál víða. Það væri mikilvægt fyrir ASÍ að móta heildstæða stefnu í
72