Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 84
Að standa að gerð kjarasamninga um sameiginleg mál sem aðildarfélög og
samtök fela sambandinu skv. 9. gr.
Framkvæmdir í þessu skyni annast stéttarfélögin sjálf, eða sambönd þeirra
í umboði félaganna ásamt ársfundi og miðstjórn Alþýðusambandsins
4. grein
Markmið Alþýðusambandsins er:
- Að allt launafólk sé skipulagt í virk stéttarfélög sem eru aðilar að heild-
arsamtökum launafólks.
- Að stuðla að lýðræðislegu starfi allra aðildarsamtaka ASI í þágu hags-
muna félagsmanna og verkalýðshreyfingarinnar í heild.
- Að vera vettvangur sameiginlegrar stefnumótunar og samræmingar á
starfi aðildarsamtakanna.
- Að framfylgja sameiginlegri stefnu og hagsmunamálum aðildarsamtak-
anna í þágu alls launafólks, bæði innanlands og í starfi hinnar alþjóðlegu
verkalýðshreyfingar.
- Að vera málsvari launafólks í sameiginlegum hagsmunamálum, gagnvart
stjómvöldum, öðrum samtökum og fjölþjóðastofnunum.
- Að efla starf aðildarsamtaka ASÍ eftir mætti og vinna að gagnkvæmum
stuðningi aðildarsamtakanna hverju við annað í starfi þeirra og kjarabaráttu.
- Að halda á lofti grundvallarhugsjónum verkalýðshreyfingarinnar, mann-
réttindabaráttu og mikilvægi samtakamáttarins, í opinberri umræðu og í men-
nta- og fræðslustarfi.
II. kafli
Aðild
5. grein
Aðild að Alþýðusambandi íslands geta átt landssambönd stéttarfélaga og
landsfélög, sem skipulögð eru í samræmi við samþykktir ársfunda og uppfylla
þau skilyrði, sem sett eru í lögum þessum.
Aðildarumsókn sendist miðstjórn Alþýðusambands Islands ásamt:
A. Tveimur eintökum af lögum viðkomandi félags eða sambands.
B. Upplýsingum um hvenær félagið eða sambandið var stofnað.
C. Skrá yfir félagsmenn.
D. Yfirlýsingu um að félagið eða sérhvert aðildarfélag sambandsins muni
fylgja lögum Alþýðusambandsins.
Verði aðild aðildarsamtaka í ósamræmi við ákvæði 1. mgr. skal miðstjóm
sambandsins hlutast til um að úr verði bætt og getur ef þörf krefur beitt í þessu
skyni heimildum sínum skv. 11. gr.
82