Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 88
ákvæðum í lögum viðkomandi samtaka, enda hafi lögin slfk ákvæði, ella sam-
kvæmt þessum lögum. Til þess að úrsögn sé gild, skal hún hafa verið samþykkt
með 2/3 atkvæða, að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu.
Atkvæðagreiðslan skal fara fram, ef tillaga þar um hefur verið samþykkt á
lögmætum félagsfundi, enda hafi þess verið getið í fundarboði að slík tillaga
liggi fyrir.
Atkvæðagreiðslunni skal hagað eftir reglugerð ASÍ um allsherjaratkvæða-
greiðslur.
Slík atkvæðagreiðsla er því aðeins bindandi um úrsögn úr ASI að sérstak-
lega hafi verið greidd atkvæði um sjálfstæða tillögu um úrsögn úr sambandinu
sem er óháð úrsögn úr viðkomandi samtökum innan ASI.
18. grein
Miðstjórn hefur rétt til að víkja aðildarsamtökum úr Alþýðusambandinu, ef
hún lítur svo á, að þau hafi gert sig sek í atferli, sem er sambandinu til tjóns
eða vanvirðu eða brjóti í bága við lög ASI eða samþykktir ársfundar. Leggja
skal það mál fyrir næsta ársfund, er leggur fullnaðarúrskurð á það.
Hver sá aðili sem vikið hefur verið úr Alþýðusambandinu, missir þegar í
stað öll réttindi sín í sambandinu og fulltrúar hans missa þar með umboð til
trúnaðarstarfa innan ASI.
Ursögn eða brottvikning aðildarfélags eða samtaka leysir viðkomandi ekki
frá greiðslu áfallinna skatta eða annarra skulda eða ábyrgða, er hann stendur
fyrir gagnvart sambandinu.
19. grein
Aðildarsamtökum ASI ber skylda til að tilkynna miðstjóm skriflega eða með
símskeyti, um vinnustöðvanir, um leið og þær em boðaðar atvinnurekendum.
Sama gildir um uppsögn kjarasamninga.
Þá ber aðildarsamtökum og að senda afrit af samningum þeim, sem gerðir
eru við atvinnurekendur, ekki síðar en tveimur vikum eftir að þeir em undir-
ritaðir.
III. kafli
Aðalstöðvar og dagleg stjórn
20. grein
Alþýðusambandið hefur aðsetur og skrifstofu sína í Reykjavík og er stjómað
af miðstjóm sem kosin er á þann hátt sem lýst er í 33. grein.
Um starfsemi skrifstofunnar gildir reglugerð sem samþykkt er af ársfundi.
86