Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 93
megi fara við kjör fulltrúa á ársfund ASÍ, kjör fulltrúa á þing aðildarsamtaka
og við stjómar- og trúnaðarmannaráðskosningar í verkalýðsfélögunum.
Reglugerðin skal gilda fyrir öll aðildarsamtök ASI og deildir þeirra.
Akvœði til bráðabirgða
I fyrsta skipti sem kosið er eftir þessum lögum á þingi ASI árið 2000 skulu
forseti og sex meðstjómendur kosnir til tveggja ára, en varaforseti og sjö
meðstjórnendur skulu kosnir til eins árs. Þrír varamenn skulu kosnir til
tveggja ára og fjórir varamenn til eins árs.
34. grein
Miðstjórn heldur fundi, þegar forseti kallar hana saman, eða ef minnst fimm
miðstjórnarmenn æskja þess.
Fundur miðstjómar er lögmætur, þegar meirihluti miðstjórnarmanna er
viðstaddur.
VII. kafli
Fjármál
35. grein
Aðildarfélög ASI greiða skatt til sambandsins í samræmi við ákvörðun árs-
fundar. Greiða ber skatt af fullgreiðandi félagsmönnum eins og þeir voru næst-
liðið ár. Með fullgreiðandi félagsmönnum er átt við þann reiknaða fjölda sem
stendur á bak við iðgjaldatekjur til aðildarfélags miðað við fullt starf og með-
altekjur í viðkomandi starfs- eða atvinnugrein. Grunngjald skatts fyrir hvem
félagsmann skal vera kr. 1.600,- og skal breytast árlega í samræmi við launa-
breytingar á samningssviði sambandsins.
Ársfundur ASÍ setur nánari reglur um útfærslu og framkvæmd á útreikn-
ingi skatts til sambandsins.
36. grein
Skatt til Alþýðusambandsins skal greiða með sem jöfnustum greiðslum fjórum
sinnum á ári, og greiðist skatturinn fyrir fram, fyrir einn ársfjórðung í senn,
miðað við 1. janúar, I. apríl, 1. júlí og 1. október ár hvert. Tvær fyrstu greiðsl-
urnar skal áætla með hliðsjón af skattgreiðslu aðildarfélags fyrir næstliðið ár.
Nýtt aðildarfélag greiðir skatt á fyrsta ári í hlutfalli við þann tíma sem eft-
ir er af árinu.
91