Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 100
Stöðugur hagvöxtur er grundvöllur þess að hægt sé að byggja upp kaup-
mátt launafólks. Undanfarinn áratugur hefur því miður einkennst af miklum
sveiflum í hagvexti og þar með kaupmætti. Undanfarin misseri hefur ríkt
þensluástand í hagkerfinu og það birtist í miklum viðskiptahalla og mikilli
verðbólgu.
I upphafi áratugarins lagði verkalýðshreyfingin sitt af mörkum til að skapa
forsendur fyrir jöfnum hagvexti, stöðugu verðlagi og stígandi kaupmætti með
kjarasamningum við samtök atvinnurekenda og loforðum frá stjómvöldum um
ýmsar aðgerðir. Því miður hafa stjómvöld ekki hirt um að nýta sér þann grunn
sem aðilar á vinnumarkaði hafa lagt og viðhaldið stöðugleikanum á síðustu
misserum. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir aðila vinnumarkaðar, Seðlabanka og
Þjóðhagsstofnunar hefur ríkisstjórnin ekki nýtt sér þau hagstjómartæki sem
hún getur beitt til að koma á varanlegum stöðugleika.
Aðildarfélög og -sambönd ASI gengu til samninga í vor með það að mark-
miði að stuðla að stöðugleika og leggja þannig gmnn að áframhaldandi aukn-
ingu kaupmáttar. Ahersla var lögð á að nýta svigrúmið fyrst og fremst til
hækkunar lægstu launa. Gerður var samningur til langs tíma í þessu skyni.
Jafnframt var ljóst að stéttarfélögin geta ekki setið með bundnar hendur allan
samningstímann ef samningsforsendumar bresta. Samningarnir hvíla á tveim-
ur meginstoðum: Að verðbólga fari minnkandi á samningstímanum og að sú
launastefna sem þar var mörkuð verði almennt ríkjandi. Rík áhersla var því
lögð á skýr tryggingarákvæði svo hægt væri að opna samningana eða segja
þeim upp ef forsendur brygðust. Samkvæmt tryggingarákvæðinu er hægt að
gera annað tveggja: Urskurða um meiri launahækkanir en samningurinn felur
í sér eða segja samningnum upp í febrúar ár hvert.
I fyrsta hluta fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2001, „Stefnu og horfum“,
kemur afdráttarlaust fram að rrkisstjómin hyggst axla sinn hluta ábyrgðarinn-
ar á þeirri launastefnu sem mörkuð var með kjarasamningunum sl. vor og fyl-
gja þeirra línu sjálf enda segir orðrétt: „Þeir kjarasamningar, sem gerðir vora
síðastliðið vor á almenna vinnumarkaðnum marka með afgerandi hætti stefn-
una í kjaramálum fram yfir mitt ár 2003. Samningunum er ætlað að tryggja
viðunandi launaþróun, sérstaklega meðal þeirra lægst launuðu. Jafnframt virð-
ast samningarnir skapa viðunandi kostnaðarramma fyrir atvinnulífið.“ Þetta er
ákaflega mikilvægt í ljósi þess að þessi launastefna er ein af forsendum þess
að markmið kjarasamninganna um launakostnað og stöðugleika nái fram að
ganga.
Það ræðst hins vegar á næstu mánuðum hvernig tekst til við að draga úr
spennuástandi í hagkerfinu án þess að samdráttur fylgi í kjölfarið, hve hratt
98