Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 108
Með lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem samþykkt voru í maí 2000
hefur verið komið til móts við kröfur Alþýðusambandsins í öllum veigamestu
atriðum.
Eitt helsta viðfangsefni Alþýðusambandsins og aðildarfélaga þess næstu
misseri er að kynna launafólki réttindi samkvæmt nýju lögunum og vinna að
því að markmið laganna nái fram að ganga. Þetta á einkum við um aukinn rétt
og möguleika feðra á að samræma atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð.
Stytting vinnutíma og aukinn sveigjanleiki eru mikilvægar forsendur fjöl-
skylduvænni vinnumarkaðar. Þar er hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að
stuðla að starfsmannastefnu fyrirtækja sem tekur mið af þessum sannindum.
Jafnrétti og fjölskylduvænn vinnumarkaður kalla á öflugt stoðkerfi samfé-
lagsins. Næg dagvistun á hóflegu verði, góður grunnskóli og stuðningur við
bamafjölskyldur í gegnum skattkerfið gegna hér lykilhlutverki.
Réttindi á vinnumarkaði
Réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði eru óðum að verða sambærileg
við það sem gerist í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Það helgast af baráttu
verkalýðshreyfingarinnar, nánu norrænu samstarfi, samningnum um EES og
alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Aðild Islands að EES og þær skyldur
stjómvalda sem henni fylgja hafa frá gildistöku samningsins fært íslensku
launafólki talsverðar réttarbætur. Þess sér bæði stað í kjarasamningum og í
löggjöf. Réttindi íslenskrar verkalýðshreyfingar lúta svipuðum lögmálum og
annars staðar gerist en þó virðist sem samhliða auknum einstaklingsbundnum
réttindum launafólks sé harðar sótt að sjálfstæðum réttindum verkalýðshreyf-
ingarinnar. Gegn því verður að hamla.
Starfsöryggi, góðar vinnuaðstæður öryggi, líkamleg og andleg vellíðan á
vinnustað eru með mikilvægustu hagsmuna- og réttindamálum launafólks.
Hér á landi hefur mikilvægum alþjóðlegum samþykktum og tilskipunum
ESB er varða ráðningarvemd, vernd gegn órökstuddum uppsögnum, hluta-
störf, tímabundna ráðningarsamninga, útsenda starfsmenn, upplýsingagjöf,
samráð og jafnrétti ekki verið hrint í framkvæmd enn sem komið er. Að því
vinnur ASI sjálfstætt og í samvinnu við stjórnvöld og samtök atvinnurekenda.
Við skipulagningu vinnunnar á að taka ríkt tillit til hagsmuna starfsmanna
og vinnuverndarsjónarmiða. Hóflegur vinnutími, álag og góð hvfld eru mikil-
vægir þættir í fyrirbyggjandi vinnuvernd og velferð launafólks. Koma verður í
veg fyrir að tæknibreytingar og nýr búnaður auki álag og skapi hættu á slysum
og atvinnusjúkdómum.
Alhliða heilsuvernd starfsmanna er mikilvægt tæki til að stuðla að vinnu-
106