Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 120
vegum Vinnueftirlits ríkisins um heilsuvernd starfsmanna, en stjórn Vinnueft-
irlitsins hefur samþykkt hana og ASI lýst fullum stuðningi við hana. Markmið-
ið með málstofunni var að vekja athygli á heilsuvemd starfsmanna og benda á
mikilvægi hennar til að bæta vinnuumhverfi og starfsskilyrði. Málstofunni var
ætlað að auka skilning forystu verkalýðshreyfingarinnar og þingfulltrúa á við-
fangsefninu en vekja um leið athygli á málinu í fjölmiðlum og samfélaginu al-
mennt.
Fundarstjóri var Halldór Jónasson frá Trésmiðafélagi Reykjavíkur, en
frummælendur voru Þórunn Sveinsdóttir frá Vinnueftirliti ríkisins, Guðrún Kr.
Oladóttir, Eflingu - Stéttarfélagi og Lovísa Olafsdóttir frá Solarplexus ehf.
Byggðamál
Málstofu um byggðamál var ætlað að marka upphafið að stefnumótun ASÍ í
málaflokknum á næsta ári. Frummælendur komu víðs vegar að en hafa allir
reynslu af atvinnusköpun úti á landsbyggðinni, annað hvort sem ráðgjafar fyr-
irtækja og stofnana eða af rekstri eigin fyrirtækja. Lagt var upp með það að
ekkert sé gefið í þessum efnum og því leituðust frummælendur við að svara
ögrandi spurningum eins og t.d. hvort raunhæft sé að halda uppi dreifðri byggð
hjá 280 þúsund manna þjóð?
Fundarstjóri var Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASI, en frum-
mælendur voru Örn D. Jónsson, prófessor í frumkvöðla- og nýsköpunarfræð-
um við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands, Bjamheiður Jóhannsdótt-
ir, jafnréttisráðgjafi, Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra, Jón Amar Gestsson,
eigandi Snerpu, ísafirði og Hreinn Sigmarsson, ráðgjafi.
„Ný tækifæri til náms“
Fjallað var um „Ný tækifæri til náms“ með það að markmiði að vekja umræðu
um þá hugmyndafræði sem þar býr að baki. Lögð var sérstök áhersla á mikil-
vægi þess að aðstoða fólk sem hefur litla eða enga formlega menntun við að
meta stöðu sína, skapa því tækifæri til að treysta menntunargrunn sinn og
styrkja þannig stöðu sína á vinnumarkaði og í samfélaginu almennt. Þá var
fjallað um skyldur samfélagsins og verkalýðshreyfingarinnar gagnvart þessum
hópi og hvaða kostir eru í stöðunni. Fengnir voru aðilar bæði innan verkalýðs-
hreyfingarinnar og utan til að fjalla um viðfangsefnið.
Fundarstjóri var Elínbjörg Magnúsdóttir, Verkalýðsfélagi Akraness og
frummælendur voru Ingjaldur Hannibalsson frá Háskóla íslands, Hrafnhildur
Tómasdóttir frá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu og Steinþór Þórðar-
son frá Baugi hf.
118