Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Blaðsíða 124
Eflingarfélagar voru margir á þinginu.
Þinglok
Þrítugasta og níunda þing Alþýðusambandsins var tímamótaþing fyrir margra
hluta sakir. Bæði var um síðasta þing ASI að ræða með þessu sniði en jafn-
framt hafði nýtt fyrirkomulag kosninga mikil áhrif á störf þingsins og gerði
það að verkum að þingstörf gengu betur og hraðar fyrir sig. Aður hefur oft far-
ið langur tími í kosningar og talningu atkvæða.
Þingforseti, Jón Karlsson, bar það undir þingheim hvort einhver mál væru
óafgreidd, en svo var ekki. Hann gaf Grétari Þorsteinssyni, forseta ASÍ, orðið.
Grétar Þorsteinsson bauð nýja miðstjómarmenn velkomna til starfa og
þakkaði jafnframt fráfarandi miðstjórnarmönnum og stjómarmönnum í MFA
góða viðkynningu og góð störf. Þeir aðalmenn sem hverfa úr miðstjórn eru
Bjöm Grétar Sveinsson, Guðrún Kr. Óladóttir, Guðmundur Gunnarsson, Guð-
mundur Þ Jónsson, Hansína A. Stefánsdóttir, Hervar Gunnarsson, Hjördís Þóra
Sigurþórsdóttir, Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, Karítas Pálsdóttir, Ragna Berg-
mann, Sigurður Ingvarsson, Sólveig Haraldsdóttir, Valdimar Guðmannsson,
Þórður Ólafsson og Örn Friðriksson. Aðalmenn sem hverfa úr stjórn MFA eru
Björn Th. Amason, Guðrún Ólafsdóttir, Hildur Kjartansdóttir, Sigurður Bessa-
son, Þorbjörn Guðmundsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Grétar bað fráfar-
122