Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Page 8

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Page 8
8 Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. 9 Á höfuðborgarsvæðinu er notast við forgangskerfi til að gefa neyðarakstri forgang í gegnum ljósastýrð gatnamót. Fjöldi umferðarljósa sem tengd eru við neyðarbílakerfið er 53 talsins af samtals 209 ljósastýrðum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum frá sumarmánuðum 2022. Forgangskerfið virkar þannig að neyðarbílar hafa um borð tölvubúnað sem gefur frá sér GPS staðsetningu bílsins. Þegar bíllinn keyrir fram hjá ræsipunkti með forgangsljósin á, þá sendir tölvubúnaðurinn merki í miðstýrða tölvu sem skipar næstu umferðaljósum að setja af stað neyðarforrit sem gefur grænt ljós á þá stefnu sem bíllinn keyrir. Kerfið var tekið í notkun árið 2016 og er reynsla rekstraraðila jákvæð, en fram kemur að kerfið virki vel og auki öryggi bílstjóra neyðarbíla og annarra farartækja. Ræsipunktakerfi neyðarbíla reynist vel VSÓ ráðgjöf vann nýverið verkefni þar sem úttekt var gerð á ræsipunktakerfi/forgangskerfi neyðarbíla á höfuðborgarsvæðinu fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS), Vegagerðina og Skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Verkefnið var styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Markmið verkefnis er að stuðla að styttri viðbragðstíma neyðarbílakerfis, auka skilning notenda kerfisins, bæta gegnsæi á virkni kerfis og að kortleggja blinda punkta þess sem hjálpar við forgangsröðun framkvæmda og endurnýjun umferðarljósa. Með gögnum úr stýrikössum umferðarljósa frá Reykjavíkurborg og gögnum frá SHS úr búnaði neyðarbíla var hægt að kortleggja ræsipunkta á höfuðborgarsvæðinu og framkvæma tölfræðilega greiningu á virkni ræsipunktakerfisins. ↓ Mynd 1. Staðsetning ræsipunkta á höfuðborgarsvæðinu ásamt umferðarljósum sem eru tengd við neyðarkerfi. Rauðir punktar sýna ræsipunkta en grænir punktar tákna gatnamót sem eru tengd við neyðarkerfi.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.